Baráttan er alltaf sú sama

Ég fékk í morgun senda þessa vísu eftir Örn Arnarson, af gefnu tilefni:

Snauður, þjáður bað um brauð.
Brauði ráða hróðug gauð.
Gauð sem dáðu aðeins auð.
Auð sem smáði þjóðar nauð.

Þá flaug mér í hug þessi húsgangur, sem einnig smellpassar við atborði samtímans:

 

Það er dauði og djöfuls nauð

er dyggðasnauðir fautar

safna auð með augun rauð

er aðra brauðið vantar.

 

Ekkert er nýtt í veröldinni og barátta alþýðunnar beinist ætíð gegn hinu sama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Svo fór Gerður Kristný með seinni vísuna -sem móðir kenndi mér reyndar nokkuð ungri - á Austurvelli í dag. Það þarf að rifja meira upp úr hefðinni og sögunni- það þarf ekki að finna alla skapaða hluti upp á nýtt!

María Kristjánsdóttir, 6.12.2008 kl. 21:30

2 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Já, það vakti athygli mína á Austurvelli í dag - og það var einmitt móðir mín sem minnti mig á þessa seinni vísu. Ég hafði fengið þá fyrri senda frá góðri vinkonu, sem hafði víst fengið hana sjálf á sama hátt og sendi áfram til mín. Og þegar ég sagði móður minni frá því kom þessi og ég settist þegar í stað við tölvuna og setti þær báðar inn á bloggið. Já, það er alveg víst að við höfum áður þurft að kljást við þessa sömu andskota og nú hafa verið að gera okkur lífið leitt - og hvar eru þeir nú? Halda þeir áfram að græða í útlöndum meðan við stritum við það hér heima að hreinsa þeirra flór? Er ekki hægt að koma lögum yfir þessa menn eða erum við gersamlega varnarlaus? Hvað heldur þú?

Þorgrímur Gestsson, 6.12.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband