Ætti Páll Magnússon ekki að segja af sér?

Ef til vill má segja að Páll Magnússon sé maður að meiri að hann skyldi hætta við að leggja niður svæðasendingar Ríkisútvarpsins eftir skæðadrífu mótmæla frá fólki sem málið varðar. En má ekki fullyrða að sá dómgreindarbrestur sem hann hefur orðið sekur um sé nægileg ástæða til að hann ætti að segja af sér? Og við það bætist að hans eigin starfsmenn hafa loksins lýst yfir því opinberlega að þeir telji óhæft að hann lesi fréttir í sjónvarpinu. Hann nýtur sem sagt einskis trausts innanhúss. Ætli það tíðkist annars í nokkru öðru landi að æðsti yfirmaður sjónvarpsstöðvar sé jafnframt fréttalesari? Raunar held ég að hann sé hættur þessu, hef í það minnsta ekki séð hann á skjánum síðustu dagana. Hvað með það t.d. ef hann hefði þurft að lesa sjálfur fréttina um að útvarpsstjóri sé hættur við að leggja niður svæðisútvarpssendingarnar?

Ég hef sagt það áður á þessum vattvangi og ítreka það: Á tímum eins og þessum er sérstök ástæða til að efla Ríkisútvarpið, ekki veikja það með niðurskurði og uppsögnum. Það hefur ekkert að gera með þær persónur sem starfa við stofnunina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hann las nú sjálfur inngang að frétt um sjálfan sig um daginn þegar sagt var frá kröfu útvarpsstjóra á G. Pétur Matthíasson um að skila inn spólu. auðvitað á Palli að segja af sér. Þetta klúður sem búið er að vera hjá RÚV að undanförnu sýnir að maðurinn er engan veginn fær um að stjórna.

Haraldur Bjarnason, 5.12.2008 kl. 13:51

2 Smámynd: Heidi Strand

Mér finnst það líka. Það er örugglega hægt að fá hæfari mann eða konu og á hagstæðara kjör fyrir ríkið.

Heidi Strand, 5.12.2008 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband