Lögreglan í þjónustu verktaka

Það var löngu ljóst að eigandi húsanna á þessum reit stefndi leynt og ljóst að því að verðfella húsin, m.a. með því að leigja eitt þeirra fíklum, sem verulegt ónæði var að. Nágrannarnir gáfu sig hver eftir annan og seldu til að sleppa. Endahnykkurinn var að lögreglan tók að sér að hefja niðurrif hússins eftir að hafa rutt hústökufólkinu út með einstaklega óhugnanlegum aðferðum. Er lögreglan gengin i þjónustu verktaka? Getur maður hér eftir hringt í lögregluna ef maður þarf að rífa hús?

 Unga hústökufólkið hefur hótað að taka fleiri hús á næstunni. Ég styð það fullkomlega þótt það hafi í för með sér hættu á að lögreglan haldi áfram skemmdarverkum á gömlum húsum.

Þetta lögregluofbeldi sem þarna fór fram hefur vonandi þegar verið kært. Viðkomandi lögreglumenn og yfirmenn þeirra þurfa að sanda fyrir máli sínu.


mbl.is Miðborg í sárum góðæris
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Verktakinn hefur án efa komið þeim skilaboðum til löggunnar að hún mætti rífa og skemma allt. Það er honum í hag. Löggustrákar taka svoleiðis fæting fegins hendi og yfirmennirnir hafa séð fram á að með því að vinna þetta skemmdarverk væri ekki hætta á að húsið yrði yfirtekið aftur.

Haraldur Bjarnason, 17.4.2009 kl. 09:10

2 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Já, og það var furðulegt að horfa upp á það hvernig allt sem tilheyrði krökkunum var maskað og rústað - m eð einbeittum brotavilja! Ég veit að þetta athæfi hefur verið kært og það verður fróðlegt að sjá hvernig málið verður meðhöndlað.

Þorgrímur Gestsson, 17.4.2009 kl. 09:15

3 identicon

Þorri þessara krakka eru aumingjar og vitleysingar sem hafa aldrei borgað skatta. Meiri hluti þjóðarinnar finnst að þeir séu þjóðinni til skammar og er í tísku að kalla þetta skrílslæti. Því fara þessir krakkabjánar ekki bara úr landi ef þeims finnst ástandið svona slæmt hérna. Það væri ekki slæmt að losna við verstu eplin héðan.

Bjarni (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 17:34

4 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Nei, þetta eru klárir krakkar, sem vita alveg hvað þau eru að gera. Þetta ER pólitísk aðgerð og ég á von á að þau eigi eftir að fara inn í fleiri hús. Hvort er þekkilegra hákarlar í hópi verktaka sem kaupa heilu íbúðahverfin í gamla bænum, rífa þau og reisa ógeðsleg stórhýsi eða ungt fólk sem er að reyna að benda okkur á að lífið getur boðið upp á ýmislegt fleira en peninga, gróða og leiðindi?

Má ég biðja um krakkana. Þetta er kynslóð barna minna og systkina minna og ég þekki marga góða manneskjuna þar á meðal. Og þau eiga að erfa landið  og fara vonandi betur með þann arf en við höfum gert.

Þorgrímur Gestsson, 17.4.2009 kl. 20:06

5 identicon

ef allir væru eins og þessir krakkar þá myndum við svelta í hel og minnstu veikindi væru dauðadómur. allar framfarir stopp. þetta eru iðjuleysingjar og aumingjar

Bjarni (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 23:10

6 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

  1. Ekki veit ég hver þessi Bjarni er, en hann kallar mig þó gælunafni sem einungis nánir vinir og ættingjar nota. Enda hef ég ekki áhuga á að þekkja fólk sem ber fram aðra eins þvælu og rökleysu og þessi maður, hann er ekki þess virði að eiga orðastað við hann. Ég bið þig þess vegna að láta vera að skrifa á mitt blogg.

Þorgrímur Gestsson, 18.4.2009 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband