Lifi lýðveldið Ísafold!

Það er svo margt sem flýgur í gegnum hugann þessa dagana að maður hefur varla vinnufrið til að sinna brauðstritinu. Eitt flaug mér í hug í framhaldi af því að manni gafst kostur á að segja ríkisstjórninni upp störfum á laugardaginn: Hvers vegna segir þjóðin sig ekki úr lögum við núverandi ríkisstjórn, sem hefur með klúðri sínu og aðgerðarleysi orðið til þess að nafn Íslands hefur troðist í svaðið og orðstír þess orðið fyrir alvarlegum hnekki, og stofna nýtt lýðveldi: Lýðveldið Ísafold?

Ég varpa þessu sisvona fram á fullveldisdaginn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Frábær hugmynd.....ég hef allavega ekki geð í mér að vera undir þessara spillingarafla sett. Og alls ekki get ég hugsað mér að börnin mín þurfi að alast upp í þessari kúgun sem hér ríkir.

Lýðveldið Ísafold..flott

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.12.2008 kl. 11:00

2 identicon

Já, lýðveldið Íslafold lengi lifi, húrra!! Á ég ekki að hanna fána? Við getum svo reynt að smala saman góðu fólki í ríkisstjórn!

Ragnheiður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 18:17

3 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Já, systir. Þú byrjar á að hanna fánann, verður síðan menntamálaráðherra. Við höfum Katrínu Snæhólm með af því að hún sendi mér hjarta og þykir hugmyndin flott!

Þorgrímur Gestsson, 1.12.2008 kl. 22:25

4 Smámynd: Rúna Vala

Já, og Inga hannar nýja þjóðbúninga, bæði á karla og konur. Ég legg til að þeir verði þó í stíl gömlu þjóðbúninga Íslands, en á viðráðanlegu verði. Ég bendi á húfu sem Stelladóttir hannaði með skotthúfuna góðu sem fyrirmynd. Ég set mynd af mér með hana inn á blogið mitt fyrir áhugasama.

Rúna Vala, 2.12.2008 kl. 18:23

5 Smámynd: Rúna Vala

Já, og Góa (Ragnheiður): hugmynd að fánanum: Prjónaður í sauðalitunum, kannske mosagrænn með :D

Rúna Vala, 2.12.2008 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband