Munið þér enn eða hvað?

   Við erum fljót að gleyma. Fyrir algjöra tilviljun datt ég inn í eina af bloggfærslum mínum frá því í maí þar sem ég birti slóð norska blaðsins E24, sem norskur vinur minn hafði sent mér og með því fylgdu áhyggjur hans af því að eitthvað væri að íslenskum efnahag. Þetta var í maí í ár. Man einhver eftir skrifum erlendra fjölmiðla um dökkar horfur í efnahagsmálum á Íslandi, um yfirskuldsetta banka? Man einhver eftir því hverju bankamenn á Íslandi og íslenskir ráðamenn, þar á meðal Geir H. Haarde forsætisráðherra og Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar svöruðu? Ég endurbirti slóðina á þessa síðu hér með(smellið á undirstrikuðu orðin). Það er hverjum Íslendingi hollt að lesa þessa grein, í ljósi ýmislegs sem hefur verið upplýst að undanförnu um það hver vissi hvað hvenær. Hefði Geir Haarde verið einhver alvara með að bjarga íslensku þjóðinni frá gjaldþroti hefði hann átt að láta kanna þegar í stað forsendurnar sem blaðamaðurinn gekk út frá - hafi honum ekki verið kunnugt um þær þá þegar. Og það er harla ólíklegt að forsætisráðherra þjóðarinnar hafi ekki vitað það sem erlendir blaðamenn vissu - og höfðu eftir sérfræðingum í sínu heimalandi, sérfræðingum sem voru fyrir mitt þetta ár stromphissa á því að lýðveldið Ísland skyldi enn vera uppistandandi og þess fullvissir að skammt væri í hrunið. 

Þessi grein sem ég vísa hér á er fyrst og fremst afurð góðrar blaðamennsku og ég legg hér með til að íslenskir fjölmiðlar geri samning við norska blaðamannaskólann í Ósló og sendi íslenska blaðamenn þangað í endurhæfingu. Ég skal annast milligöngu og nýta mér það að enn hef ég tengsl við þennan skóla síðan ég var sjálfur þar við nám 30 árum.

Um leið sendi ég mér minni gömlu kollegu, Agnesi Bragadóttur, þakkir fyrir grein dagsins í Mogga. Haltu áfram að fletta ofan af bröskurunum, leggðu fram allar þær sannanir sem þú hefur. En var annars ekki heppilegt að Jón þessi Ásgeir skyldi eiga dagblað til þess að láta birta andsvar við morgunblaðsgreininni? Sunnudags Fréttablaðið tafið í prentsmiðju eftir að Sunnudags Mogginn var kominn út, meðan leigupenni Jóns Ásgeirs skrifaði svargrein. Annað eins hefur líklega ekki gerst áður á Íslandi.

Ég uppgötvaði að slóðin sem ég birti ofar í þessu bloggi er ekki sú slóð sem ég ætlaði að setja þar heldur leiðir hún á eldri frétt í E24, frá því í mars, en fjallar hins vegar einnig um slæmar horfur í íslenskum efnahagsmálum. Það er því viðbótarfróðleikur, sem við höfum gott af að lesa en hér kemur greinin sem ég ætlaði að vísa á:

http://e24.no/utenriks/article2422240.ece

Ég get ekki stillt mig um að birta hér viðbrögð Geirs Haarde við spurningum blaðamannsins - og tel ekki þörf á að þýða þetta:

Fra statsministerboligen finner Geir Haarde trøst i at Island har en statskasse som er nesten gjeldfri, og et selvfinansierende pensjonssystem. Arbeidsløshet eksisterer knapt.

- Men Finansdepartementet spår at Islands BNP vil falle neste år?

- Ja, men vi må også se dette i perspektiv. Vi har hatt to år med en vekst på 7 prosent, så 4 prosent. På den måten er det kanskje greit at vi slapper litt av et år - at vi tar en hvilepause. Samtidig er det selvsagt regjeringens utfordring å forsøke å hindre at BNP faller neste år, sier Haarde.

- Hvordan kan det skje?

- Vi må etter hvert få ned renten og stimulere til vekst. Sentralbanken er selvsagt uavhengig, og jeg skal ikke legge meg opp i dens arbeid. Men vi må gjøre vårt fra regjeringens side for å dempe inflasjonen og dermed legge alt til rette for at rentene kan kuttes.

Man fólk ekki eftir þessari klisju? Já, en við verðum að sjá þetta í réttu samhengi!? Samhengið er nefnilega komið í ljós!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband