14.11.2008 | 20:29
Of líkt Glistrup
Þetta minnir of mikið á Mogens gamla Glistrup í Danmörku og Karl I. Hagen í Noregi. Báðir voru þeir lýðskrumarar af verstu gerð en sópuðu að sér fylgi almennings. Þetta voru og eru rasískir flokkar, andvígir innflytjendum og velferðarkerfinu - sem er náttúrlega þversögn við vinsældir almennings. Og mér líst satt að segja ekkert á Sturlu Jónsson vörubílstsjóra, með allri virðingu fyrir vörubílstjórum almennt. Þetta held ég að verði ógæfusamlegur flokkur ef af verður. Við þurfum eitthvað annað en þetta! Nafnið lokkar fáfrótt fólk og lýðræðistalið líka. En framfarir og lýðræði eru vandmeðfarin fyrirbæri eins og dæmin sanna.
Framfaraflokkurinn stofnaður á næstu dögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.