Ályktun stjórnar Hollvina RÚV 17. apríl 2009

Ţessa ályktun Hollvina RÚV sendi ég til fjölmiđla síđdegis og stenst ekki mátiđ ađ gefa blogg- og fésbókarvinum mínum smá forskot - ég veit raunar ekkert um ţađ hvort fjölmiđlar birta ţetta eđa segja frá ţví. En ég er náttúrlega óhemjuánćgđur međ ađ nú viđurkennir meira ađ segja leiđarahöfundur Moggans  ađ allt ţađ sem viđ í stjórn Hollvina höfum haldiđ fram núna í nokkur ár um hlutafélagavćđingu RÚV var aldeilis rétt. Nú er bara ađ reyna ađ bjarga fjárhag Ríkisútvarpsins, gera ţađ aftur ađ ríkisstofnun og efla ţađ góđa fólk sem ţar starfar til mikilla afreka á nćstu árum.

 

Stjórn Hollvina Ríkisútvarpsins fagnar ţví ađ loksins hafa augu fólks lokist upp fyrir ţví ađ breyting RÚV í opinbert hlutafélag var til einskis.

Fullyrt var ţegar sett voru ný lög um Ríkisútvarpiđ 2007 og ţađ gert ađ „opinberu hlutafélagi", ađ ţađ hefđi í för međ sér ađ hallarekstur yrđi liđin tíđ. Nú hefur veriđ upplýst ađ skammtímaskuldir Ríkisútvarpsins námu 562 milljónum króna um síđustu áramót en í apríl 2007 hafi félagiđ átt 879 milljónir.

Stjórn Hollvina varađi ítrekađ viđ ţví á međan fyrrnefnd lagasetning var undirbúin, bćđi í athugasemdum viđ lagafrumvörpin og í blađagreinum, ađ breyting RÚV í hlutafélag myndi engu breyta um ţá alvarlegu fjárhagsstöđu sem stofnunin var ţá í.

Nú hefur menntamálaráđherra ákveđiđ ađ koma Ríkisútvarpinu til hjálpar međ ţví ađ breyta skuld ţess í hlutafé ađ ţví tilskyldu ađ ţađ verđi samţykkt á hluthafafundi.

Stjórn Hollvina RÚV treystir sér ekki til ađ meta ţá gjörđ en tekur undir međ leiđarahöfundi Morgunblađsins sl. fimmtudag ađ fróđlegt gćti veriđ ađ fylgjast međ umrćđum á ţeim fundi „og heyra hvort eini hluthafinn mótmćli ţessari skerđingu og útvötnun á hlut sínum".

Stjórn Hollvina RÚV tekur einnig undir međ leiđarahöfundi Morgunblađsins ţegar hann skrifar: „Sú stađreynd ađ enn skuli ţurfa ađ koma Ríkisútvarpinu ohf. til bjargar ber ţví vitni ađ sá gjörningur, sem framinn var međ stofnun ţess 1. apríl 2007, hefur ekki skilađ tilćtluđum árangri."

Stjórn Hollvina RÚV tekur ennfremur undir ţá skođun leiđarahöfundar ađ Ríkisútvarpiđ hafi mikilvćgum skyldum ađ gegna og geri ţađ ađ mörgu leyti svo sómi sé ađ. En ekkert virđist hafa breyst í rekstri stofnunarinnar ţrátt fyrir breytt rekstrarform, rétt eins og stjórn Hollvina RÚV benti á hvađ eftir annađ ađ yrđi raunin.

 

Fyrir hönd stjórnar

Hollvina Ríkisútvarpsins,

Ţorgrímur Gestsson formađur


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband