25.1.2009 | 14:53
Enn hefur Geir ekkert skilið!
Það er eins og Geir hafi ekki skilið að Björgvin sagði af sér til þess að axla (loksins) ábyrgð. Hvers vegna var Geir ekki spurður út í það ? Hvernig skyldi hann hafa brugðist við t.d. þessari spurningu: Björgvin segist hafa verið að axla sinn hluta af ábyrgðinni vegna þess að stjórnvöld brugðust ekki fyrr við yfirvofandi bankahruni. Hver eru viðbrögð þín við því Geir??
Annars er ég kjaftstopp núna eftir að hafa legið fyrir framan Silfur Egils og hlýtt á það fólk sem þar talaði. Auðmennirnir komu stórkostlega miklum fjármunum undan og eru enn að úti í heimi. Á ekki að stöðva mennina? Á ekki að endurheimta þetta illa fengna fé?
Eina ljósið í myrkrinu eru hugmyndir Njarðar P. Njarðvík, sem margir hafa tekið undir, síðast Benedikt Sigurðarson í Silfrinu: Stjórnlagaþing í sumar, ný stjórnarskrá, nýtt lýðveldi, víkjum frá öllum stjórnendum gamla lýðveldisins og hefjum siðbót á Íslandi
Geir: Má ekki missa dampinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Á meðan núverandi ríkisstjórn situr að völdum geta auðmennirnir hagað sér eins og þeim sýnist! Það er auðvitað þess vegna sem við viljum hana frá.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.1.2009 kl. 16:02
Krafan um þjóðnýtingu á eigum furstanna þarf að setja á oddinn núna í mótmælunum. Fyrirtækin þeirra geta svo farið í eigu starfsfólksins.
María Kristjánsdóttir, 26.1.2009 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.