Mótmælendur sönnuðu í dag að þeir eru engir óeirðaseggir

Sú þróun sem mótmælin hafa nú tekið sýna svo ekki verður um villst að lítil hætta er á að þau leysist upp í óeirðir. Langflestir þeirra sem standa á Austurvelli, og hvar sem mótmælt hefur verið, er ábyrgt fólk upp til hópa. Það sést meðal annars á því að í dag flutti hópurinn sig frá Alþingishúsinu af tillitssemi við aðstandendur útfarar sem stóð yfir í Dómkirkjunni og hélt að Stjórnarráðshúsinu. Vegna flugufréttar sem barst um hópinn laust eftir kl. þrjú um að blaðamannafundur væri að hefjast í Alþingishúsinu hélt hópurinn þangað aftur. Það reyndist þó rangt, eða hvort fundinum var aflýst. En fljótlega kom í ljós að útförinni var ekki lokið og mótmælendur þögnuðu og gengu þögulir umhverfis húsið - sem var furðu vel gætt af lögreglumönnum, gráum fyrir járnum. Þegar líkfylgdin var á brott hófust aftur hróp og barsmíðar og allmargar púðurkellingar eða ámóta sprengjur flugu á Alþingishúsið, inn fyrir raðir lögreglumannanna, og sprungu þar með háum hvelli. Nokkru síðar hóf Lárus sjúkraliði, sá frábæri ræðumaður, upp raust sína og benti á að þetta gæti verið stórhættulegt og bað fólk að láta af þessari iðju. Það var gert þegar í stað og klapp og fagnaðaróp kváðu við þegar hann sagði til sín.

Þetta þýðir að þarna var ábyrgt fólk á ferð þótt einstaka persóna hafi kannski átt bágt með sig á stundum. En hitt er svo annað mál að ég sá mér til léttis að sá trausti og rólegi lögreglumaður Geirjón Þórisson stjórnaði aðgerðum í þetta sinn - enda gerðist ekkert sögulegt nema sú því miður falska frétt barst á fimmta tímanum að ríkisstjórnin hefði sagt af sér. Mikil fagnaðarlæti brutust út, sem dóu þó fljótlega út þegar hið sanna vitnaðist.

Hins vegar lýsi ég yfir sorg minni vegna þess að í öllu þessu hefur ekki einn einasti ráðamaður þjóðarinnar svo mikið sem opnað munninn til þess að tala við fólkið. Enginn kom út á svalir Alþingishússins og þegar Geir Haarde var rudd braut með hjálp kylfa að ráðherrabílnum steinþagði hann og virtist lafhræddur við fólkið. Enda viðurkennir hann víst ekki að þjóðin hafi verið þarna - þetta er víst bara skríll og uppivöðsluseggir eins og Sturla Böðvarsson þingforseti kallaði okkur í gær. Það er örm þjóð sem á ekki leiðtoga sem reynir að tala til hennar í þrengingum, telja kjark í hana. Reyndar held ég að Geir fengi aðallega hæðnishlátur ef hann reyndi. Sem hann gerir ekki.


mbl.is Mótmælendur ganga niður í bæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ungliðar vinstri grænna virðast nú samt vilja smá havarí !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 00:03

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lengi lifi byltingin!

Guðmundur Ásgeirsson, 22.1.2009 kl. 00:06

3 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Jú, einn og einn vildi greinilega havarí en ég sá ekki hvort það voru vinstri grænir. Hins vegar líkaði mér það illa að nokkrir voru með bjór og sumir nokkuð ölvaðir. Ég hef sosum ekkert á móti ölvun sem slíkri, en allt hefur sinn stað og sinn tíma!

Þorgrímur Gestsson, 22.1.2009 kl. 00:13

4 identicon

Þeir vildu bara grýta lögregluna, brjótast inní hús og kveikja elda.

En auðvitað mega þeir það því þeir eru jú þjóðin!

Kalli (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 00:36

5 identicon

Kalli einfeldingur þegiðu í alvöru talað. Þú ert sá sem glápir á puttann þegar þér er bent á himininn.

Elías Þórsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 04:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband