21.1.2009 | 00:19
Þegar fyrirtækið er farið á hausinn....
Hvað er andhverfan við mótmæli? Líklega meðmæli! Hér var það lögreglan sem fór yfir strikið, það sá ég sjálfur. Og þingmenn í herkví? Lýðurinn var að senda þeim skilaboð, og þau voru skýr. Þeir sem hafa ekki skilið þau og halda að ríkisstjórninni sé treyst til þess að vinna úr þessu vandamáli eru ekki hæfir til stjórnunarstarfa. Oft hafa sjálfstæðismenn talað um að reka eigi ríkið eins og hvert annað fyrirtæki. En hvað gerist ef fyrirtækið fer á hausinn? Þá segja stjórnendurnir af sér - öllu heldur þá eru þeir reknir. En sjálfstæðimennirnir sem trúa helst á framtak einstaklingsins en ekki ríkið halda að þeir geti setið í skjóli ríkisins, sem þeir trúa ekki á, þegar allt er hrunið í kringum þá. Þegar þeir hafa brugðist.
![]() |
Mótmæli mega ekki snúast upp í andhverfu sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það á alls ekki að reka ríkið eins og fyrirtæki, þeir klikka nefnilega á því.
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 22.1.2009 kl. 10:29
Þuríður: Nýfrjálshyggjan gengur út á það að markaðsvæða allt líka sjúkrahúsin og menntastofnanirnar.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.1.2009 kl. 01:53
Rakel: Ég veit, þess vegna segi ég að nýfrjálshyggjan virkar ekki í reynd. Ríkið er ekki eins og fyrirtæki!
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 23.1.2009 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.