19.12.2008 | 16:11
Bónus er bara harður bissniss!
Hvað sem segja má um upphæð sektarinnar sem Högum er gert að greiða vegna undirboðanna er hitt víst að ábyrgð þeirra feðga er mikil. Árum saman var fullyrt að Bónus beitti birgja valdi til þess að þeir verðlegðu vörurnar eins og Bónusi þóknaðist. Það hlýtur síðan að hafa valdið hærra vöruverði annars staðar - sem Bónus hagnaðist náttúrlega á. Það sýnir líka máttleysi fjölmiðla, að þeir hafa aldrei tekið á þessu þótt þetta væri altalað. Eða gerðu þeir það? Ekki varð ég var við það. Þarna brugðust þeir lika!
Og vegna Bónuss eru varla til litlar matvöruverslanir, hverfisverslanir - kaupmaðurinn á horninu - lengur, til skaða fyrir þá sem eiga ekki bíl og fyrir mannlífið í hverfunum. Það hefur jafnframt stuðlað að aukinni bílaumferð - og mengun - og sóun.
Hvernig fara Hagar svo út úr bankahruninu? Standa þeir feðgar jafnréttir eftir eða......? Spyr sá sem ekki veit. En eitt er víst: Þeir sem reka Bónus gera það ekki af góðsemi við okkur almenning, eins og þegar hefur verið bloggað, heldur eru þeir í hörðum bissniss. Og harður, miskunnarlaus bissniss er vonandi í dauðateygjunum!
Brot Haga alvarlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar Bónus fór af stað var hér ákveðið kerfi sem skipti smásölumarkaðnum á milli sín. Kaupmennirnir var með sv hornið og SÍS með landsbyggðina. Vöruval fábreyttara og vöruverð mun hærra. Ég hef allan þennan tíma búið í Húnavatnssýslunni og þar er enn Kaupfélag. Sem betur fer hefur það nú samkeppni frá lágvöruverslunum á Höfuðborgarsvæðinu sem ekki var áður. Þegar ég kemst í námunda við Bónusverslun þá fer ég og versla þar því munurinn er svo gríðarlegur. Ef Kaupfélag Skagfirðinga hefði ekki komið í veg fyrir að Bónus opnaði á Sauðárkróki þá færi ég þangað einu sinni í mánuði. Borgarnes er næst mér núna og ég mun sjá mig knúna til að skreppa þangað mánaðarlega. Ég hef tæplega efni á að versla annarsstaðar. Ég hef og verð áfram ánægð með lágt vöruverð í Bónus.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.12.2008 kl. 16:48
Já, Hólmfríður, ég geri mér grein fyrir þessu. Það breytir engu um það að Bónus-menn hafa komið óheiðarlega fram, hafa kannski knúið niður vöruverðið hjá sér, en hefur það ekki kostað hærra vöruverð annars staðar? Og það geta ekki/vilja ekki allir versla hjá Bónusi! Samkeppni sem knýr vöruverð niður er góð en það er eins með þetta og annað, tilgangurinn helgar ekki meðalið. Sjálfur versla ég hjá Fjarðarkaupum þótt verð þar sé ýfið hærra en hjá Bónusi. En minnstu ekki ógrátandi á SÍS, sem klúðraði samvinnufélögunum að mestu; i öðrum löndum blómstra þau, til hagsbóta fyrir kaupendur. Jóhannes í Bónus er ekki eini frelsari fátækra! Ég tek fram að líklega er hann velmeinandi og heiðarlegur, ég held að sonurinn sé verri!
Þorgrímur Gestsson, 19.12.2008 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.