Skærumótmæli farin að bera árangur!

Þetta unga fólk, sem á að erfa landið, stendur sig vel. Þetta mætti kalla skærumótmæli, leggja til atlögu í minni hópum á sérstaklega völdum stöðum og hverfa svo á braut. Einhver hefur gagnrýnt að þau skyldu þiggja kaffisopa - en auðvitað eiga þau, og ekki heldur við, neitt sökótt við starfsfólkið niðri á gólfinu. Það situr í sömu súpunni og við. En þessar skærur hafa þegar haft þau áhrif að Tryggvi Jónsson hefur sagt upp. En nú þarf að beina spjótunum gegn bankastýri Landsbankans, sem var hátt sett í gamla bankanum - og það þarf að hreinsa til í skilanefndunum. Er það svo ekki dæmigert fyrir Fjármálaeftirlitið að þar skyldi allt vera læst og enginn viðbrögð sýnd? Þetta er sannkallaður fílabeinsturn.
mbl.is Þökkuðu fyrir kaffið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tryggvi segist reyndar hafa sagt upp vegna þess að sótt hafi verið að fjölskyldu hans, en ekki út af "skærumótmælum". 

Þorsteinn (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 12:14

2 identicon

Ég hef nú meiri trú á að Tryggvi segi þetta nú bara til að fá samúð, og finnst mér það jafn ljótt og ef hitt væri satt, ég trúi orðið engu sem þessir ömurlegu menn (ef menn skyldi kalla) segja.

Mercury (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 12:55

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er kalt úti og þetta er ríkisbanki: kaffið  er okkar! Eftir að hafa reynt án árangurs að leita skjóls í anddyri Fjármálaeftirlitsins komust þau loks inn úr kuldanum og fengu sér tíu dropa í boði Íslandsbanka, er nokkuð sjálfsagðara? ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 18.12.2008 kl. 13:08

4 identicon

Las greinina aftur þar sem sagt er frá uppsögn Tryggva.  Eflaust rangt orðað hjá mér að sótt hafi verið að fjölskyldu hans.  Hann segir að mótmæli síðustu daga hafi verið farið að bitna á fjölskyldu hans, hvað nákvæmlega sem hann á við með því veit ég ekki.   Kannski má þá líka segja að Þorgrímur hafi rétt fyrir sér í titli þessarar bloggfærslu.  Hins vegar vill ég taka það fram að ég er alfarið á móti þessum "skærumótmælum", sér í lagi ef mótmælendur eru farnir að skemma hluti.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 13:14

5 identicon

Júlíus,

  Æi, ekki vera svona ómerkilegur og reyna að breiða út e-a ómerkileg hluti sem falla úr munni svona skussa. Hugsaðu þér. Þú einhver einstaklingur í Noregi skulir reyna að verja svona skussa og þá væntanlega fleiri skussa sem sitja sem fastast í skjóli spillingar og valds. Þú ert algjörlega veruleikafyrrtur!!

  Mikið held ég að það sé yndislegt að vera ráðamaður á Íslandi. Að hafa algjörlega brugðist öllum, og á meðan makað krókinn sjálfur. Sitja síðan sem fastast og það eina sem fólk gerir er að mæta á nokkra ræðufundi niðri á Austurvelli, og rausa yfir því að hafa ekki grætt nóg í góðærinu, þ.e. það fer kannski 3-4 ár aftur til baka með sparnað sinn!!! Síðan mótmæla sumir með því að prjóna  Sumir fara inn í banka og syngja   Ein rúða er brotin, og nokkur egg líka. Þetta er allt og sumt yfir "skæruhernað" Íslendinga!!!

   Í öðrum löndum stæðust líkast til götuóeirðir yfir og tjón væri metið í milljörðum, sem væri þó ekki nema einhver prómill af því sem óreiðumenn og sjórnvöld hefðu ollið!!!!!!!!!!! Wake up and smell the coffee!!!!! 

   Guð minn almáttugur. Ég vissi nú að Íslendingar væru aumingjar, en að svona miklir aumingjar hafði ég ekki hugmynd um.

Jóhhannes (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 13:40

6 identicon

Júlíus,

  Jæja, málið er bara það að fólk er mjög heitt hérna á Íslandi, og skal engan furða.

  Varðandi það að svindla undan skatti, þá er það náttúrulega mjög slæmt, sérstaklega ef það er umfangsmikið, og mjög svart. Auðvitað þarf ansi veruleikafyrrta þjóð til að svona gerist, en stjórnvöld eiga ekki að láta svona líðast og reyna að koma í veg fyrir þetta. Málið er bara að á meðan stjórnvöld voru endurkjörin, og stjórnmálamenn voru að sulla í kjötkötlunum sem þeir bjuggu til, þá hlaut þetta að fara svona!!

  Þetta er bara allt of alvarlegt mál til að reyna að sverta mótmælendur með e-u bulli um að þeir séu að eyðileggja eitthvað. Persónulega hef ég ekki mótmælt á þennan hátt. Ætli ég sé ekki allt of kjarklaus, eða ég skil hvernig íslensk þjóðfélag virkar, og að þetta er alls ekki æskileg hegðun að mótmæla svona, þó að ráðamenn og auðmenn, hafi brotið stórlega gagnvart Íslendingum og komandi kynslóðum.

   Ef ég hef móðgað þig þá skal ég allvega afsaka það.

Jóhannes (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 14:27

7 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Takk fyrir snarpa umræðu hér á blogginu mínu! En má ég minna á að skýring Finns Ingólfssonar á því að hann veltist úr ráðherradómi á sínum tíma var að honum fannst veist að fjölskyldu sinni. En svo skaut honum upp í miðjum útrásarsvelgnum. Hér eru allir reiðir og hver lætur reiðina í ljós með sínu móti. Líking mín við skæruhernað var nú ekki mjög djúp, náði aðeins til skyndiárásanna - en það er rétt, víðast annars staðar hefði fólk verið farið að rífa upp gangstéttarhellur (raunar hefur ein verið rifin upp), lögreglubílum velt, kveikt í bílum og verslunumn - en skildu þessi rólegheit í mótmælunum hafa eitthvað með herleysi og skynsamleg viðbrögð lögreglu að gera? (nema einu sinni)

Þorgrímur Gestsson, 18.12.2008 kl. 15:27

8 Smámynd: Heidi Strand

Ég vona að það verður fjör um jólin.

Heidi Strand, 18.12.2008 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband