12.12.2008 | 12:06
Sukkið og svínaríið halda áfram, undir opinberri vernd
Sannanir um óheiðarleika, sukk og svínarí auðmannanna hrannast upp og jafnvel dómskerfið hélt hlífiskildi yfir braskinu þegar Baugsmenn keyptu og seldu sjálfum sér fyrirtækin fram og til baka. Og nú lætur ríkisstjórnin okkur öll blæða með hærri sköttum, hærra eldsneytisverði, áfengisverði - og allt fer þetta út í verðlagið og við sem munum verðbólguárin erum þegar farin að kannast við atburðarásina. Forseta ASÍ er nóg boðið og framundan blasir við gamalkunnug barátta launafólks til þess að reyna að verja kjör sín. Engin merki eru hins vegar um aukinn skatt á hátekjumennina, þeir sleppa sem fyrr, þar á meðal þeir sem settu þjóðina á hausinn!
Ríkisstjórnin er með allt niðrum sig og fylgið molnar undan Samfylkingunni meðan forystumenn hennar sitja undir þessu ofríki sjálfstæðísráðherranna. Við heimtum kosningar og heilbrigða landstjórn.
Viðskipti, ekki fjársvik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek undir hvert orð Þorri. Solla og Geir eru komin í sama farið og var hérna fyrir um 20 árum þegar verðbólgan fór upp í 130%. Við munum þá tíð.
Haraldur Bjarnason, 12.12.2008 kl. 16:04
..það eru víst 25 ár ......tíminn er svo fljótur að líða.
Haraldur Bjarnason, 12.12.2008 kl. 16:04
Já, Halli, og hún geisaði til 1990, þegar gerð var þjóðarsátt um að alþýða manna fengi nánast engar kauphækkanir og bankarnir einkavæddir og hátekjumennirnir tóku að raka saman auði! Þessir menn sem urðu auðugir af því að príla upp eftir bökum almennings á lágum launum, hófu sig til flugs - en eins og alltaf gerist í þessum efnum fóru þeir of nærri sólinni og vængir þeira brunnu. En það skrítna er að þeir svífa enn einhvers staðar þarna úti í himingeimi græðginnar!
Þorgrímur Gestsson, 12.12.2008 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.