Hattinn af fyrir blaðamanninum unga

Þetta var óþokkabragð af Reyni Traustasyni og ber honum ekki gott vitni sem blaðamanni og ritstjóra. En hattinn af fyrir Jóni Bjarka. Það er dálítið hlálegt að þegar íslenskur blaðamaður grípur til svolítið "walraffskrar" aðferðar skuli það afhjúpa dagblaðsritstjóra. Enda þótt  blaðamaðurinn ungi hafi þurft mánuð til þess að taka ákvörðun er hans gjörð eigi að síður góð, einnig félaga hans sem finnst sér ekki vera sætt á þessari ritstjórn. Og vonandi verður þetta til þess að íslensk blöð og aðrir fjölmiðlar taki á sig rögg og beini rannsóknum sínum af fullum krafti gegn höfuðsyndaselunum í harmleik haustsins, útrásar- og bankamönnunum, og láta sig engu varða um það þótt þeir eigi miðlana. Ef þeir grípa til óyndisúrræða og hóta að loka sýna þeir þjóðinni einfaldlega sitt rétta andlit og hver veit til hvers það kann að leiða - kannski góðs. En mitt fertuga blaðamannshjarta samgleðst þessum unga blaðamanni og ég er þess fullviss að hann á eftir að fá sín tækifæri - og lætur vonandi meira að sér kveða í blaðamennsku. Ekki veitir af að hrista upp í íslenskum fjölmiðlaheimi sem svaf því miður lengstaf á útrásartímunum og spurði varla nokkurra spurninga. Þarna voru þó undantekningar - Spegillinn á Rás 1 Ríkisútvarpsins syndi að þar fór og fer eini raunverulega frjálsi fjölmiðill landsins.

Reynir Traustason mætti annars taka ofan sinn eigin hatt öðru hverju, þótt ekki væri til annars en að sýna náunganum örlitla kurteisi.


mbl.is Aldrei aftur mun óttinn stýra fréttaflutningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Reynir er í djúpum skít eftir þessa framkomu ...hroki er aldrei góðs viti.

Haraldur Bjarnason, 17.12.2008 kl. 20:01

2 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Já, og þetta var ekki það sem íslenska fjölmiðla vantaði!

Þorgrímur Gestsson, 17.12.2008 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband