Lífeyrisskuldbindingar baggi á RÚV - ég sagði þetta alltaf!

Ég ætla ekki að segja að fyrirsögnin á bls. 12 í Morgunblaðinu í morgun hafi glatt mig: Lífeyrisskuldbindingar íþyngja Ríkisútvarpinu. Hins vegar get ég bent á að þetta hef ég lengi sagt. Það er meira en ár síðan ég skrifaði grein í Morgunblaðið þar sem ég benti á þetta, skrifaði á þá leið að nær væri að aflétta þessum bagga af RÚV heldur en gera það að hlutafélagi, það leysti engan vanda. Það er mönnum nú orðið ljóst. Raunar trúi ég ekki öðru en mönnum hafi verið þetta ljóst allan tímann en einhvern veginn virðist hlutafélagavæðingin hafa verið byggð á einhverri heilagri trú, sem Þorgerður Katrín virðist enn ekki vera gengin af, þrátt fyrir allt, og segir að "hlutafélagaformið geri Ríkisútvarpinu mun auðveldara að bregðast við þrengri aðstæðum".

Já, hlutafélagaformið gerir auðveldara að ráðast í niðurskurð, sem Tryggvi Gíslason, fyrrum skólameistari á Akureyri, og eitt sinn formaður Hollvina RÚV, sagði í athyglisverðu viðtali í Speglinum í gærkvöldi að væri vísast lögbrot því eftir niðurskurðinn gæti útvarpið ekki fullnægt lögbundnu hlutverki Ríkisútvarpsins.

Hins vegar tek ég heilshugar undir þá hugmynd menntamálaráðherra að ríkið kaupi útvarpshúsið af fyrirtækinu (stofnuninni), það myndi létta talsvert undir. En ég tek einnig undir með Katrínu Jakobsdóttur þegar hún kallar eftir endurskoðun á hlutafélagaforminu því það gangi ekki ekki "að reka fyrirtæki á markaði, á markaðslegum forsendum, sem fær gríðarlegt magn af almannafé."

Þetta skrifa ég allt sem prívatpersóna - og gleðst yfir stóraukinni aðsókn að blogginu mínu, gærdagurinn var algjört met, með yfir 200 heimsóknum! - en sem formaður Hollvina RÚV segi ég: Ég hef ekki gert upp hug minn um auglýsingamálið þar sem ég hef ekki kynnt mér tillögurnar til hlítar, en til bráðabirgða segi ég að verði Sjónvarpinu bættur tekjumissir af því að auglýsingar þar verði skornar niður en útvarpið haldi sínu sýnist mér að þetta muni ganga. En fundur í stjórn Hollvina er áformaður í næstu viku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband