Upphaf íslensku byltingarinnar???

Já, þarna stendur Smugan sig betur en Netmogginn, (sjá blogg Maríu Kristjáns) þar er mun greinarbetri lýsing á atburðinum við Ráðherrabústaðinn. En er þetta Byltingin sem boðað var á Austurvelli á laugardag á dreifiblöðum að myndi hefjast á Arnarhóli á mánudagsmorguninn? Auðvitað verða margir til að kenna Austurvallar- og Háskólabíós-mótmælendum um þetta og kalla það skrílslæti. En hverjir hafa ætíð orðið fyrstir til að missa þolinmæðina, hverjir hafa hafið byltingarnar? Hverjir byrja að rífa upp götusteina og hlaða götuvígi? Það er náttúrlega unga fólkið, oftast ungt og velmenntað fólk, í það minnsta námsfólk, stúdentar. Lesið bara söguna. Eldra fólkið hefur sjálfsagt flest og oftast fordæmt þetta allt - en síðan fengið að njóta afrakstrar byltinganna. Ég vil nú samt ekki fullyrða að svo komnu máli að "íslenska byltingin" sé hafin. En það hlaut að koma að því fyrr eða síðar að ofbeldi yrði beitt, þótt það væri nú ekki mjög alvarleg við Ráðherrabústaðinn. Þarna reikna ég annars með að hafi verið að verki anarkista-krakkarnir, sem hafa staðið á Austurvelli undir svörtum fánum, og held ekki að þau njóti mjög mikils fylgis. Að svo stöddu í það minnsta.
mbl.is Einn handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þau njóta meira fylgis en margir ætla. En munið að þetta er fólkið, sem búið er að hengja skuldaklafann á til frambúðar til að greiða sukkið og svínaríið, sem kynslóðin sem nú er að fara á eftirlaun er búin að búa til og vill endilega halda sem fastast í verðtrygginguna.

Boris (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 11:05

2 identicon

þessir krakkar eru ekki anarkistar.

þetta er hópur fólks sem hefur mismunandi skoðanir,
en sameinast þó undir því að vilja nýja stjórn og kosningar.
Þetta er lika fólk á öllum aldri, alveg frá 16-60.

bkgk (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 11:06

3 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Ég þakka fyrir þessar athugasemdir, málefnalegri en margar sem maður hefur lesið á blogginu undanfarið. Ég fylgist með þessu af áhuga, þetta er mjög forvitnileg þróun. Vonandi heldur þetta fólk áfram. Kannski ég útvegi mér svartan klút?!

Þorgrímur Gestsson, 9.12.2008 kl. 11:10

4 identicon

Hei Þorri.

Jeg har respekt for folk som har mot og samvittighet.

heidi Strand (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 11:24

5 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Hei, Heidi

Æ e´ helt enig med deg!

Þorgrímur Gestsson, 9.12.2008 kl. 11:54

6 Smámynd: Ár & síð

Eru svartir klútar fyrir andliti ekki útgáfa ungu kynslóðarinnar á bankaleynd?
Matti

Ár & síð, 9.12.2008 kl. 13:46

7 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Andlitsleynd? Sögðum við ekki í Háskólabíói: Allt upp á borðið? Andlitin líka, unga fólk!

Þorgrímur Gestsson, 9.12.2008 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband