18.11.2008 | 10:26
Ef Davíð er saklaus, hvar liggur þá sökin?
Nú hefur Davíð talað og er að eigin sögn saklaus, meira en það: Hann varaði alla þá sem málið varðar við fyrir mörgum mánuðum, þar á meðal ráðherrana sem segjast nú ekkert hafa vitað. Fjölmiðlamenn! Fáið þessar tilvitnanir, birtið þær, berið þær undir þá sem þeim var beint til. Spyrjið hagfræðinga og aðra sem þekkja kerfið vel (ekki einn heldur marga) hvað Davíð hefur fyrir sér í því að Seðlabankinn hafi ekki lengur vald til að gera eitt eða neitt. Og sé það rétt, sem maður hlýtur að trúa, hver svipti hann þessu valdi? Davíð? Þetta og margt annað viljum við fá að vita núna - vaknið fjölmiðlamenn, vaknið, og hættið að láta mata ykkur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.