Undarleg viðbrögð norska sendiherrans

 Það er ýmislegt skrítið í þessari grein í Klassekampen- öllu heldur þeirri heimild sem sem hún er byggð á. Það er í fyrsta lagi dálítið undarlegt að norski sendiherrann, Margit Tveiten, sem hefur verið hér síðan í haust, skyldi sjá sig tilknúna til þess að senda þessa skýrslu um ræðu Ólafs Ragnars í sendiherraboðinu. Til dæmis þetta orðalag: "Presidentens utfall «skapte nærmest vantro og oppgitthet blant de tilstedeværende ambassadører», heter det i referatet." Menn hlýddu semsé "vantrúa og uppgefnir" á orð forseta vors. En við hverju búast menn? Svíar leggjast á sveif með Bretum og neita að samþykkja lán til Íslendinga nema fyrst sé samið við skuldunauta (Icesafe og allt það væntanlega) en gjaldeyrissjóðurinn neitar að lána nema fyrst sé samið við Norðurlöndin! Maður fylgist nú með "vantrúa og uppgefinn"

Nú er varla hægt að hrósa forsetanum fyrir að hafa reynt að hughreysta þjóð sína í þessum þrengingum. Hann sleppir því væntanlega vegna þess að hann sleikti sig svo ákaflega upp við hina íslensku ólígarka að maður fékk klígju en hefur þó þá dómgreind til að bera að halda sig nú til hlés - nema þá í dálítilli skálaræðu meðal sendiherra. Og jafnharðan og hann lætur út úr sér hörð ummæli, sem hann var sosum ekki óvanur að gera fyrr á árum, hrekkur hann inn í skel sína, harðlokar og neitar að segja nokkurt orð! Þrátt fyrir fyrri sleikjugang við auðmennina mætti hann fara að líta á sig sem "public servant", eins og nýkjörinn forseti Bandaríkjanna gerir!

En Norðmenn og okkar kæru næstu nágrannar, Færeyingar, vilja hjálpa okkur og það ber að þakka. En afstaða Svía og Dana, að því er menn segja, er óskiljanleg. Skyldu þeir leggjast á sveif með Bretum þegar þeir fella okkur endanlega í svaðið og heimta af okkur fiskinn og hugsanlegar olíulindir sem munu vera nær landinu en við héldum áður, kannski inni á landi fyrir austan?

Vitið þér enn eða hvað?

Og enn skrifar Kolla Bergþórs pistil um Austurvallarmótmæli i Mogga og telur að "hópur fólks hafi gert það að venju sinni undanfarið að fara í laugardagsspássitúra á Austurvöll með missmekkleg kröfuspjöld.....langflestir halda sig þó heima í von um að stjórnvöld séu að leysa vandann á vitrænan hátt" Heyr á endemi! Hún segir að vísu að enn hafi fátt vitrænt hafi komið frá stjórnvöldum og ráðamenn verði "að má af sér þreytu- pirringssvipinn". Ég held Kolla verði að má af sér þreytu- og pirringssvipinn sem hún setur upp gagnvart venjulegu fólki sem safnast vikulega saman á Austurvelli til að mótmæla, meðal annars aðgerðarleysi og sauðshætti ráðamanna og krefjast þess að þeir og allt það lið sem átti að vara við hættunni og gera viðeigandi ráðstafnir hypji sig og hleypi að mönnum sem vita betur hvað skal gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agla

geturðu gefið netföng þar sem hægt er að nálgast þessa frétt?

Agla, 12.11.2008 kl. 14:21

2 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Smelltu á nafn blaðsins, Klassekampen, þá detturðu beint inn á fréttina, Agla!

Þorgrímur Gestsson, 12.11.2008 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband