Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hvað er utanríkisráðherrann að rugla?

Ég held að margir séu reiðir eftir Kastljós kvöldsins. Þar sagði Ingibjörg Sólrún við allt of linan Helga Seljan eitthvað á þá leið að hún skildi ekki í fólki sem heimtaði "nýtt Ísland" strax, á þremur mánuðum. Fólk yrði að athuga að ríkisstjórnin væri í "miðjum skafli", að moka, hún væri að byggja upp nýtt kerfi!!!

Þetta er mikill misskilningur. Fólk hefur aldrei heimtað Nýtt Ísland strax. Fólk vill fara að bretta upp ermnarnar og fara að byggja upp manneskjulegra samfélag og allir vita að það á eftir aða taka langan tíma.

Ætlast hún til þess að við treystum núverandi ríkisstjórn til þess að byggja upp á rústum þess sem var? Ráðherrann sagði að þingmennirnir hefðu sitt umboð frá síðustu kosningum! Heldur hún að þær raddir sem hafa hrópað það hvað eftir annað, á torgum, á götum, í blaðagreinum, á blogginu að þeim sé einmitt ekki treyst lengur og að við viljum fá nýtt fólk í forystu, - að þetta séu raddir fáeinna öfgamanna? Heldur hún enn að þjóðin sé ekkert að segja? Þetta fólk hefur einfaldlega ekkert traust lengur -já, og húntreystir Árna Matt. "til allra góðra verka" þótt hann hafi verið staðinn að lögleysu og spillingu!¨Og Geir líka þótt það væri ekki nefnt þarna af einhverjum undarlegum ástæðum.

Svo tuldraði hún eitthvað um að ekki hefðu þeir sem sætu núna í Seðlabankanum byggt upp það kerfi sem var ekki öflugra en svo að allt hrundi! Nú! Ekki Davíð Oddsson, hönnuður þess kerfis í forsætisráðherratíð sinni? Sátu ekki núverandi embættismenn og núverandi ráðherrar og aðrir pólitíkusar í sínum núverandi stólum mánuðum saman á meðan hrikti í stoðunum og allir sem vit höfðu á sögðu að bankakerfið og efnahagskerfið væri að fara til fjandans?

Það þýðir ekkert að segja að þetta sé "eftiráspeki", í kringum áramótin voru allar þessar viðvaranir rifjaðar samviskusamlega upp.

Ég held að fjölmiðlafólkið okkar sé loksins að vakna!

En ég er rasandi .


Metro-módelið komið í þrot

ÉG hef haft efasemdir um að þetta fyrirkomulag gengi, allt frá byrjun. Fríblöð ganga þar sem mikill fjöldi fólks fer um á skömmum tíma og flestir fá sér eintak til þess að lesa í lestinni á leið til vinnu; á því byggðist Metro-hugmyndin. Hér eru ekki þær aðstæður.

En jafnvel þótt blaðið fari til tugþúsunda manna á hverjum degi er þetta viðskiptamódel andstætt öllum hugmyndum um frjálsa blaðamennsku. Þessi blöð eru einvörðungu háð auglýsendum um rekstrarfé, sem getur gengið um hríð meðan þensluástand ríkir. En á samdráttartímum verður að skera niður rekstrarkostnað og þá er náttúrlega byrjað á því að spara í mannahaldi, og hverjum er sagt upp fyrst? Þeim sem hafa lengsta reynslu og fá hæst kaup. Nú er þetta ferli komið í gang hjá Fréttablaðinu, sem hefur svosem átt góða spretti, en peningarnir hafa alltaf yfirhöndina, eigendavaldið er sterkt og sannleikurinn tapar í því stríði sem nú er hafið, stríðið við að halda blaðinu á floti á tímum efnahagsöngþveitis.

Vonandi tekst áskriftarblöðunum að halda velli þótt það sé erfitt líka, og já, nú njótum við þess að eiga Ríkisútvarp, sem verður vonandi breytt aftur í ríkisstofnun!


mbl.is Útgáfudögum Fréttablaðsins fækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband