Skammarleg vinnubrögð Agnesar

Þetta viðtal Agnesar Bragdóttur er til mikillar skammar fyrir Morgunblaðið. Eins og Guðmundur Magnússon skrifaði í bloggi sínu fyrr í dag er þetta það sem Jónas Kristjánsson hefur kallað "kranablaðamennsku". Davíð Oddsson fær að bera á borð sína venjulegu þvælu um að hann hafi varað menn við, án þess að tilraun sé gerð til að spyrja hann nánar út í hæpnar fullyrðingar eða reyna að tengja það sem hann segir þarna við aðrar upplýsingar í þessu máli.

Ég hef komist að þeirri niðurstöðu  að ekkert annað sé á bak við þá gjörð Morgunblaðsins að birta þetta viðtal núna en að koma sök á bankaklúðrinu á þá sem eru þó að reyna að bjarga því sem bjargað verður, ríkisstjórn Íslands. Agnes Bragadóttir lætur nota sig í stórpólitískum hráskinnaleik Sjálfstæðisflokksins til þess að reyna að bæta stöðu flokksins fyrir næstu kosningar, sem leynt og ljóst er stefnt á að verði með haustinu ef ríkisábyrgðin vegna Icesafe verður felld.

Ef Agnesi var ekki att á foraðið heldur gerði þetta af fúsum og frjálsum vilja er þetta viðtal henni til stórkostlegrar minnkunar og færir Morgunblaðið á ný niður á plan flokksblaðamennsku.

Af þessum sökum hef ég ákveðið að segja upp áskrift minni að Morgunblaðinu, sem ég hef lesið reglulega í þau 40 ár sem liðin eru frá því ég hóf sjálfur störf við blaðamennsku. Mér er nóg boðið.


mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Agnes lætur ekki nota sig - hún er sjálfviljug í framlínunni. Ég sé þetta sem beina tilraun til þess að auka líkur á falli stjórnarinnar. Ellilífeyrisþeginn getur þá sofið rólegur einhverjar nætur þar til að kláðinn tekur sig upp.

Hjálmtýr V Heiðdal, 5.7.2009 kl. 17:01

2 identicon

Blint hatur ykkar vinstri manna á Davíð er með ólíkindum.  Rektu fullyrðingar hans málefnanlega ef þú telur þig einhvern blaðamann ætti það ekki að vera erfitt.  Annars er þetta bara innantómt gaspur og forheimska biturs manns.  Davíð kann eitt sem þið vinstri óvitar kunnið ekki, það er að gagrýna eigin flokk & menn. 

Baldur (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 17:47

3 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Baldur, þér ferst að tala um blindu annarra. Agnes reyndist ekki einu sinni hafa hirt um að kanna þær skýrslur sem Davíð nefndi enda er komið í ljós að ýmist finnast þær ekki eða hann vitnaði í ranga skýrslu. Og það er fljótlegt að ganga úr skugga um það í Icesafe-skjölunum sem hafa verið birt að Davíð hefur rangt fyrir sér í öllum atriðum. Hefur hann annars verið spurður út í fullyrðingar sínar um að hann viti hvaða ummæli urðu til þess að hryðjuverkalögun voru sett á Landsbankann? Og það er langt í frá að ég "hati" Davíð, frænda minn!

Þorgrímur Gestsson, 6.7.2009 kl. 00:32

4 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Baldur: Hatur vinstri manna er einmitt ekki blint, þvert á móti, þá sjáum við alveg rosalega vel.

Annars fer Þorgrímur með 100% rétt mál, þótt hann sé ekki alveg tæmandi. Það er samt eiginlega óþarfi, það sjá allir þessa foraðsdrullu. Yfirlýst stefna nýrra eigenda Moggans er, eins og kom fram í Kastljósviðtalinu við forkólfinn, að halda nýfrjálshyggju/sjónarmiðum hægrimanna á lofti, enda er reynslan sem þeir "læra" af að þeir fá skuldirnar niðurfelldar. Allir fá skuldirnar niðurfelldar í skjóli spillingar nema almenningur.

Rúnar Þór Þórarinsson, 8.7.2009 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband