21.12.2008 | 14:27
Ríkisstjórnin er að fara með okkur út í fen fátæktar
Hefur ríkisstjórn Íslands ekki frétt af þessu? Hún skar hressilega niður í öllum málaflokkum í gær. Til menntamála, til heilbrigðismála, til verklegra framkvæmda. Er þetta ef til vill finnska leiðin - að skera allt niður þar til atvinnulífið og allt kerfið hrynja? Stefnir ríkisstjórnin þjóðinni út í fen fátæktar og örbirgðar? Hvers vegna hikar fólk við að gera allsherjar uppreisn? Og hvar eru auðævi olígarkanna íslensku sem keyrðu þjóðfélagið í þrot???
Ég hélt að ríkisstjórnin væri að vinna í samráði við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn! Hvers vegna hefur hann þá ekki kippt í taumana?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ríkistjórnin er vandlega undir stjórn IMF, minni á að seðlabankastjóri birti eitt af skilyrðunum (flest vitum við ekki hver eru), en þar var sagt að stýrivextir færu í 18% og hærra ef þarf. "Þarf" ti hvers, er svo önnur spurning, en það sem við "þurfum" er greinilega ekki það sama og það sem hinir þurfa.
molta, 21.12.2008 kl. 14:36
Jæja Þorgrímur. Alltaf í móðursýkiskasti?
Guðmundur Björn, 21.12.2008 kl. 14:50
Það er einmitt það sem ég meina - þess vegna spyr ég, "molta". Hins vegar vil ég spyrja Guðmund Björn hvað hann meinar með "móðursýkiskast". Notar hann það orð yfir allt það sem er ekki í þágu stjórnvalda. Ég spyr vegna þess að á síðu sinni bannar hann allt "vinstrisinnað tuð". Mér finnst að menn sem geta ekkert annað en reynt að lítillækka fólk ættu bara að halda sínum skrifum fyrir sig.
Þorgrímur Gestsson, 21.12.2008 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.