Vantraust þjóðarinnar er fullkomið!

Það er náttúrlega vonlaust að vantrauststillaga verði samþykkt, til þess er meirihlutinn allt of mikill. En þjóðin hefur fullkomið vantraust á núverandi stjórnvöldum. Eftir digurbarkalegar yfirlýsingar forsætisráðherra um að skylda ríkisstjórnarinnar sé að leiða þjóðina í gegnum þessa erfiðleika hljóma hjákátlega. Eftir þann kattarþvott sem allir aðilar þessa máls hafa stundað undanfarið í tilraunum sínum til að koma sök af sér stendur það eitt upp úr að stórkostleg mistök hafa verið gerð á öllum stigum: Ríkisstjórnin lokaði  eyrunum fyrir viðvörunum, Fjármálaeftirlitið var máttlaust og greinilega á bandi útrásarliðsins, fannst semsagt ekkert athugavert við framferði þess, og Seðlabankinn brást skyldu sinni gjörsamlega - fyrir nú utan bankamennina sjálfa sem stjórna enn sínum gjaldþrota bönkum! Eigum við, þjóðin, að treysta núverandi stjórnvöldum til þess að draga okkur upp úr feninu? Nei! Og við, sem höfum verið að reyna að andæfa eigum nú að eflast um allan helming og fylkja liði fyrir framan Alþingishúsið og fylla pallana þegar vantraustið verður rætt. Og strax í dag eiga menn að fylla Háskólabíó klukkan fjögur, þar sem elsta bókaforlag landsins, Hið íslenska bókmenntafélag, kynnir nýja útgáfu á 160 ára gamalli bók, Kommúnistaávarpi Karls heitins Marx!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband