Kann Davíð annars að spila á fiðlu?

Mér er spurn: Hvenær fóru sjálfstæðismenn að óhlýðnast Davíð? Á ég að trúa því að t.d. Geir hafi hlýtt á Davíð útmála hvað bankarnir væru orðnir veikir og allt gæti farið til helvítis, án þess að gera nokkurn skapaðan hlut? Eða gleymdi hann jafnharðan því sem Davíð sagði? Og svo þetta: Ef Seðlabankinn er orðinn svo valdalítill að hann gat ekkert gert (vegna þess að Davíð & Co tóku af honum völdin), til hvers er hann þá? Sat Davíð á þaki Dimmuborga og lék á sína fiðlu meðan bankarnir brunnu? Og Jón Sigurðsson, sá annars mæti og grandvari maður? Skyldi hann ekki eiga bágt núna? Hvar var hann?

 Og Kastljósið áðan: Dauðhræddur Óli Björn sem þorir ekki að segja nokkurn skapaðan hlut vegna þess að hugmyndafræði hans er hrunin undan fótum hans! Þetta var stórgóð ræða hjá Davíð - en auðvitað er það rétt að Seðlabankinn gerði stórkostleg mistök. En fjölmiðlar fóru offari í gagnrýni sinni en auðvitað voru gerð stórkostleg mistök. Oft hef ég séð Óla Björn Kárason kveða fastar að orði. Núna þorði hann í hvorugan fótinn að stíga. Hver er annars vinnuveitandi hans?

Gott leikrit hjá Helga Seljan í anddyri Fjármálaeftirlitsins. Svona eiga aktívir blaðamenn að gera! Þetta var í samræmi við það sem Björg Eva sagði í gærkvöldi á Nasa: Segjum aftur og aftur og aftur að forsætisráðherra, seðlabankastjóri, fjármálaráðherra, forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins og allt þetta lið hafi ekki viljað koma í viðtal!

Haldið áfram á þessari braut, Kastljósmenn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband