7.11.2008 | 15:02
Hver sagði hverjum hvað - eða ekki?
Þetta er eins og svo oft hefur gerst áður: Viðbrögð kerfisins eru vanþóknun á því að upplýsingar láku í fjölmiðla og kerfiskarlarnir vilja koma böndum á því sem olli lekanum, ekki taka á því sem leitt var í ljós. Þessi "leki" var að mínu mati eitt það skásta sem gerst hefur í þessu óttalega máli og hefur orðið til þess að breskir fjölmiðlar tóku að ganga á Brown og spyrja hann gagnrýnna spurninga. Árangurinn er sá að karlinn hefur orðið tvísaga ef ekki margsaga og ber að pólitískum loddaraskap. Þessi leki sýndi að eitthvað er að stjórnsýslunni hér, mikið rétt, en var ekki þarft að draga það fram í dagsljósið? Hjá mér vaknaði spurningin um hvort öll símtöl ráðherra væru tekin upp. Og til hvers eru þessi símtöl þá tekin upp? Væntanlega til þess að hægt sé að sýna fram á hvað var sagt í raun og veru í stað þess að eiga það undir kerfiskörlunum hvað þeim þóknast að upplýsa. Og nú kemur framhaldið: Öll minnisblöð Elskunnar á borðið. Það þarf að upplýsa hvað var sagt og hvað var ekki sagt og hver sagði hvað eða sagði ekki, og við hvern. Þarna örlaði á góðri blaðamennsku, sem gerist ekki of oft á Íslandi, og allra síst að undanförnu.
Áfram fréttahaukar!
Öll minnisblöð vegna fundar viðskiptaráðherra og Darlings verði lögð fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.