Athyglisverð umfjöllun og umræða meðal frænda vorra!

Mér hefur löngum fundist blaðamennska í Noregi vera á ögn hærra plani en íslensk. Undanfarið hefur mikið verið fjallað um efnahagsmál á Íslandi eins og t.d. hér: http://e24.no/utenriks/article2422240.ece Þessa slóð sendi ágætur norskur vinur minn mér og lét um leið í ljós áhyggjur af því að efnahagurinn væri á leið til helv...! Ég renndi í gegnum þetta og sá að vissulega er þetta sett fram með nokkuð stórum fullyrðingum en lesi maður áfram sér maður betur og betur hve ítarleg þessi umfjöllun er. Og athugasemdirnar sem venjulegt fólk hefur sett inn eru ekki síður athyglisverðar, þar kemur berlega í ljós að margir Norðmenn hafa fulla samúð með okkur og sumir nefna okkur "litlu bræður í vestri" og spyrja hvað yrði úr Norðmönnum ef olían kláraðist skyndilega eða olíuverð hryndi skyndilega!

Ég hvet fólk til þess að lesa þetta!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Dette er en god artikkel skrevet av proffesjonelle journarlister.

Heidi Strand, 25.5.2008 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband