13.4.2008 | 13:03
Muna að lesa yfir!
Hvernig væri að blaðamenn á mbl.is læsu nú yfir það sem þeir skrifa áður en þeir senda það í loftið? Eða hvað þýðir þetta: "Hundruðir rannsókn hafa verið gerðir...."?
Mér skilst raunar að enginn prófarkalestur sé á þessum miðli, sem er til skammar fyrir hinn aldraða og virðulega eiganda.
Athugasemdir
Ef einhver prófarkalestur fer fram á Mogganum virðist hann ekki koma að neinu gagni. Það er hneisa fyrir blaðið að hafa ekki starfandi prófarkalesara. Og ekki minni hneisa að hafa prófarkalesara sem er ekki starfinu vaxinn.
Kristbergur O Pétursson, 13.4.2008 kl. 14:44
Hvaða blað? Mér sýnist þessi vefsíða vera auglýsingapési frá helvíti. Auglýsingarnar skipta meira en somm dömm njús.
Ólafur Þórðarson, 23.4.2008 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.