Blaðamennska heimsins er á heljarþröm, í gíslingu kapítalismans

Þótt 13 ár séu liðin síðan ég var síðast fastur starfsmaður á fjölmiðli reyni ég enn að telja sjálfum mér trú um að ég sé fyrst og fremst blaðamaður, þótt rithöfundarnafnið hljóti að vera innan seilingar þar sem ég er þó alltént félagi í Rithöfundasambandi Íslands - en hef hins ekki verið í Blaðamannafélaginu árum saman. Mér finnst raunar miður að vera ekki í því félagi. Eða hvað?

Ég hef lengi verið ósáttur við þá þróun sem íslensk blaðamennska hefur tekið hin síðari ár - mörg. Mér virðast vinnubrögð íslenskra blaðamanna sífellt verða yfirborðskenndari, stjórnmálamenn og embættismenn sleppa allt of billega frá spurningum þeirra, sleppa við að gefa skýringar sem þeir ættu að gefa og það verður æ sjaldgæfara að blaðamenn rannsaki málin sjálfir, kanni þau ofan í kjölinn og upplýsi okkur sem teljumst til almennings. Um þetta gæti ég skrifað langt mál - og geri það vafalaust fyrr eða síðar. Í dag hef ég ekki tíma til að kafa mjög djúpt í þetta en læt nægja í bili að setja hér netslóð sem mér var send í morgun og leiðir inn í fróðleg skrif um þetta efni. Þar kemur í ljós að þetta er ekki aðeins íslenskt vandamál, ástæða sé til að hafa áhyggjur af blaðamennsku heimsins, henni hafi hnignað mjög frá því seint á níunda áratug síðustu aldar þegar Rupert Murdoch skóp fjölmiðlaveldi sitt og blaðamenn nútímans séu fyrst og fremst þrælar heimskapítalismans og gróðahyggjunnar, hlekkjaðir við skrifborð og tölvu og rannsaki mál sárasjaldan, hver lepji fréttirnar meira og minna upp eftir öðrum.

 Í lok greinarinnar er slóð á kynningu bókar sem kom út í síðasta mánuði og heitir Flat Earth News eftir Nick nokkurn Davies og virðist vera mjög athyglisverð.

http://www.cpbf.org.uk/body.phtml?doctype=news&id=1 998

Hvaða fjölmiðill hefur t.d. reynt að setja eldsneytisverðsmótmæli vörubílstjóra í stærra samhengi?

Ég bara spyr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Blaða- og fréttamenn á einkareknu fjölmiðlunum eru ekki frjálsir til að gagnrýna umsvif eigenda sinna í fjármálalífinu til dæmis. Einu frjálsu fjölmiðlarnir eru ríkisútvarpið og sjónvarpið. Davíð Oddsson virtist um tíma hafa eitthvert hreðjatak á fréttamönnum RÚV og sumir vinir hans voru með lúkurnar þar líka, en mér sýnist starfsfólk RÚV hafa hrist þessa óværu af sér. Vona það allavega.

Gaman að sjá þig aftur, hélt að þú værir hættur að blogga.

Kristbergur O Pétursson, 5.4.2008 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband