Samúđ mín međ trukkabílstjórum gufađi upp

Í nokkra daga hafđi ég dálitla samúđ međ mótmćlum vörubílstjóra en gat náttúrlega trútt um talađ ţví ég ţarf ekki ađ láta loka mig af í bíltík minni í umferđarstöppu og hírast ţar undir ćrandi flautukór. Ég hugsađi á ţá leiđ ađ vissulega vćru ţetta ekki löglegar ađgerđir en uppreisn alţýđunnar í París 1786 hefđi ekki heldur veriđ lögleg en ţó varđ hún upphafiđ ađ sjálfu lýđrćđinu.

En svo fóru ađ renna á mig tvćr grímur, ef ekki fleiri. Spurningarnar fóru ađ hrannast upp: Hver á raunverulega sök á háu eldsneytisverđi? Hvers vegna mótmćla ţví frekar en okri á helstu lífsnauđsynjum? Og viđ hverju búast bílstjórarnir ţegar ţeir segjast halda áfram ţangađ til stjórnvöld fari ađ kröfum ţeirra? Búast ţeir virkilega viđ ţví ađ ríkisstjórnin fórni höndum og lćkki álagninguna og olíufélögin geri ţađ sem ţau gerđu í einn dag, slćgju 25 krónum af verđi bensínlítrans? Ég trúi ţví ekki eitt augnablik ađ ţetta gerist. Ég veit ekki heldur hvađ bílstjórarnir halda ađ gerist né hve lengi ţeir halda ţetta út. Kannski í allt vor og sumar og fram á haust???? Ég veit ekki. Hitt veit ég ađ ţessi mótmćli vörubílstjóra hér norđur á Íslandi hafa engin áhrif á ţá sem hafa hiđ raunverulega vald á eldsneytisverđinu..... ég ćtla ekki ađ hćtta mér út á ţann hála ís ađ vöngum frekar yfir ţví.

Hins vegar fór ég ađ velta ţví fyrir mér hvers vegna lögreglan tekur ţessa mótmćlendur ţeim vettlingatökum sem raunin er og fór ađ rifja upp ađfarirnar gegn Falun Gong og krökkunum sem flykktust austur á hálendiđ til ţess ađ mótmćla ţeim gríđarlegu landspjöllum sem Kárahnjúkavirkjun er og álvitleysunni á Reyđarfirđi sem nú er ađ koma í ljós ađ bjargar víst ekki Austurlandi eins og ađ var stefnt - ţví miđur. Lögreglan hundelti ţetta fólk, rak úr landi, sendi mál ţess fyrir dómstóla á ţeirri forsendu ađ ţađ hefđi brotiđ gegn grundvallargildum ţjóđfélagsins (sem lögreglustjórinn gat alls ekki útskýrt hver vćru ţegar honum var stillt upp viđ hliđ bresku stúlkunnar sem átti ađ hafa brotiđ ţessi gildi -- henni vafđist hins vegar ekki tunga um tönn). Kannski bílstjórarnir fái á endanum ákćrur vegna brota á ţeim grunréttindum borgaranna fá ađ komast leiđar sinnar á blikkbeljum sínum. Hver veit.

En ţegar jeppaeigendur og félagar í 4x4 mćttu á ofurjeppum sínum og eigendur fóđurflutningabíla međ 300 hestafla vélar blönduđu sér í mótmćlin var mér öllum lokiđ. Ţarna voru komnir strákar á leiktćkjum sínum og ég get ómögulega haft samúđ međ ţeim. Sjálfur á ég jeppa. En hann eyđir innan viđ tíu lítrum á 100 km. Ofurjeppaeigendurnir telja slíkar tíkur varla međ - en ég er hćstánćgđur. Og get ómögulega haft samúđ međ mótmćlum ţeirra. Stöndum heldur vaktina  í verđlagseftirlitinu međ Neytendasamtökunum og verkalýđshreyfingunni sem mér sýnist hafa bođađ endurnýjun á hugsunarhćttinum sem dugđi til ađ drepa verđbólguna á árunum eftir 1990. Snúum bökum viđ bröskurunum sem voru komnir vel á veg međ ađ koma efnahagslífinu hjá okkur fyrir kattarnef en snúum bökum saman í hagsmunagćslunni fyrir almennt launafólk.

Spörum svo einkabílana í sumar, hjólum, göngum, tökum strćtó (en handónýtt strćtókerfi ţarf ađ stórbćta)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband