Enron/Baugur Group?

Það var stórmerkilegt að horfa á myndina um hrun Enron-blekkingarinnar, sem var verið að sýna í sjónvarpinu, engu líkara en hinir íslensku "útrásarvíkingar" hafi farið í læri hjá þessum snillingum! Það er eitt allsherjar samræmi í þessu: Feluleikurinn með peningana, enginn veit hvaðan gróðinn kemur né hvert hann fer enda þótt margir hafi virst sjá að fyrirtækið tapaði á öllu sem það tók sér fyrir hendur. Og það var stórfróðlegt að heyra hvernig "hin frjálsu markaðsöfl" spiluðu á orkuverðið og höfðu Kaliforníu að féþúfu. Ekki síður að heyra af pappírstæturunum, sem ég hafði raunar heyrt minnst á áður - hvað skyldu hafa farið í gegnum hina íslensku pappírstætara? Í USA brást allt eftirlit eins og hér, fólk góndi bara bláum, sakleysislegum augum í aðdáun á það hvernig "snillingarnir" græddu á tá og fingri. Rétt eins og hér. Og enn eigum við vísast eftir að heyra sama sönginn: Allt þarf að vera frjálst, sem allra fæstar reglur eiga að gilda, helst engar. Já, þá fá glæpamennirnir frjálsar hendur. Tóku menn eftir því hvað menn segja núna þar vestra? Jú: Þetta getur gerst aftur, þetta er ekkert einsdæmi. "Snillingarnir" okkar eiga líka eftir að byrja aftur - nema hart verði látið mæta hörðu.

Ég er þó ekki talsmaður þess að þeir verði járnaðir, en leiddir með föstum og ákveðnum tökum til yfirheyrslu - sem fyrst.


mbl.is IMF varaði við í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þeir sem rændu íslensku þjóðina eiga ekki að fá neitt mildari meðhöndlun en búðarþjófar, innbrotsþjófar eða hvaða aðrir þjófar sem réttvísin hikar ekki við að setja í járn og færa til yfirheyrslu!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.3.2009 kl. 01:28

2 identicon

Það var í raun sorglegt að horfa á þennan þátt og hugsa til þess að hérna á Íslandi fór nákvæmlega sami leikur fram, en á meðan forsprakkar Enron fengu dóma leika menn eins og Pálmi og Jón Ásgeir ennþá lausum hala. Með því að horfa á þennan þátt geta menn séð nákvæmlega hvað fór fram hér og hvers vegna þessir menn eru glæpamenn.

Jón Flón (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 09:05

3 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Já, þú ert ekki svo mikið flón, Jón! :)

Þorgrímur Gestsson, 2.3.2009 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband