Tölvupóstur til Kolbrúnar

Óskemmtileg lesning blasti við mér á bls. 28 í Morgunblaðinu í morgun. Enn einn ganginn eys Kolbrún Bergþórsdóttir úr skálum reiði sinnar og lætur í ljós heilaga vandlætingu á framferði fólks undanfarið. Í dag skilur hún allra síst hvað fólk hefur á móti Davíð Oddssyni. Raunar er ástæðulítið að fyrtast við þessum skrifum því mér er tjáð af kunnugum að KB viti mest lítið um það hvað er að gerast í kringum hana, og sjálfum finnst mér, eins og ég skrifaði í grein um daginn, að hún sé að reyna að skapa sér ímynd sem einhvurslags eitursnjöll og gallhörð blaðakona - kannski einhvers konar devils advocate. En ég veit svo sannarlega ekki hvað skal halda. Það er varla gott veganesti fyrir blaðamann að hafa hengt sig svona rækilega utan í gömlu, spilltu öflin sem berjast nú fyrir lífi sínu og eru í rauninni dæmd til að tapa og munu fyrr en varir hverfa út fyrir hliðarlínuna og liggja þar og sleikja sárin.

Ég verð að játa að í morgun skrifaði ég téðri Kolbrúnu tölvupóst af því ég nennti ekki að eyða tíma mínum í að skrifa grein - maður er fljótari að skrifa stutta orðsendingu - og þegar ég hafði sent hana datt mér í hug að nota þetta tækifæri til þess að endurvekja blogg mitt, sem hefur legið niðri undanfarna daga sökum mikilla anna (vegna þess að ég vanrækti starfið allt of mikið á meðan ég sinnti mótmælastörfum!). En hér kemur tölvupósturinn:

Komdu sæl Ég nenni í rauninni alls ekki að elta ólar við þig en sé í Morgunblaðinu í dag að enn ertu við sama fúla heygarðshornið. Ég vil aðeins koma einu á framfæri við þig sem gamalreyndur blaðamaður: Hlutverk blaðamanns á meðal annars að vera að skilja og skynja stefnu og strauma í þjóðfélaginu. En þú virðist ekkert skilja í því sem hefur verið að gerast hér undanfarna mánuði, í besta falli dregið kolrangar ályktanir af því sem þú sérð í sjónvarpsfréttum (ég reikna varla með að þú hafir til að mynda hætt þér niður á Austurvöll til þess að gá sjálf að því hvað er að gerast). En þú gætir t.d. flett upp á bls. 36 í Sunnudagsmogga og lesið grein eftir Robert Wade. Þar er margt sagt af skynsemi, ekki síst um þennan "með horn og hala". Að hans mati og margra annarra erlendra hagfræðinga sem hafa fylgst með atburðum hér og tjáð sig er hann einmitt helsti sökudólgurinn, hann er "umfram aðra höfundur þess kerfis sem nú hrynur og gerðist sekur um dómgreindarbrest í kjölfar hrunsins í október sem væri hlægilegur ef hann væri ekki jafn alvarlegur og raun ber vitni". Ég ætti náttúrlega að vorkenna þér að hafa ekki fengið að upplifa þá samkennd og það bræðra- og systralag sem maður hefur fundið fyrir undanfarnar vikur á mótmælafundum, tilfinninguna fyrir því að heil þjóð hafi vaknað til vitundar og ætli sér ekki að sofna aftur. En ég kæri mig kollóttan. Við hin horfum hins vegar vongóð til framtíðarinnar, til þess að fúlum samtryggingar- og spillingaraflastjórnmálamönnum verði vikið til hliðar og við af þeim taki fólk sem hugsar um þjóðina en ekki fyrst og fremst sinn eigin feita rass. Þú hefur þegar ákveðið hvorum megin þú ætlar að vera. Verði þér að góðu. Ég á ekki von á að vistin þar verði féleg.
Kveðja, Þorgrímur Gestsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Las greinina og fannst hún mjög góð,eins og margar greinar Kolbrúnar.

Ragnar Gunnlaugsson, 15.2.2009 kl. 11:58

2 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Hver er þessi Kolbrún Bergþórsdóttir er hún eitthvað skild henni Agnesi Braga?

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 15.2.2009 kl. 12:00

3 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Nei Kolbrún og Agnes eru tvennt ólíkt. Agnes er eitursnjall blaðamaður og sóðakjaftur eins og allir vita. Kolbrún ekki.

Þorgrímur Gestsson, 15.2.2009 kl. 12:02

4 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Ég vil benda Ragnari á blogg Guðmundar Jóels, sem einnig gerði athugasemd við þessa færslu mína. Á hans bloggi er kjarna málsins vel þjappað saman, og gerð ágæt grein fyrir því hver sök Davíðs Oddssonar er.

Þorgrímur Gestsson, 15.2.2009 kl. 12:07

5 Smámynd: Heidi Strand

Samstaða og samvinna er það sem þjóðin þarf á að halda.
Ekki karp um einstaklinga sem eru búnir að klúðra okkar málum.

Heidi Strand, 15.2.2009 kl. 12:46

6 identicon

Einhvern tíma hefði þetta verið kölluð veruleikafirring hjá Kolbrúnu.

Sigga Magg (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 13:00

7 Smámynd: Heidi Strand

Nú er ég búin að lesa grein Kolbrúnar og er hún í still við annað sem hún hefur skrifað. Ég er ein af þeim sem hefur staðið við Seðlabankann og kannast ég ekki við lýsingar hennar.
Ég er ánægð með að þú nennti að skrifa henni.

Det var så mange tanker som fløy gjennom hodet mitt da jeg leste artikkelen og jeg kan ikke forklare det her på nettet, men sier det når vi treffes, kansje utenfor Sentralbanken.

Heidi Strand, 15.2.2009 kl. 18:16

8 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Ja hérna Þorgrímur, hvernig dettur þér í hug, að skjóta á flugu með skammbyssu?

Kveðja,

Pjetur Hafstein Lárusson, 15.2.2009 kl. 22:36

9 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Æ, ég veit það hreint ekki. En hún pirrar mig svo ósegjanlega þessi manneskja. Kannski vegna þess að hún þykist vera svo mikill blaðamaður en kemur óorði á blaðamennskuna. En svo er hún (blaðamennskan) nú ekki merkileg hér og hefur líklega ekkert sérstakt orð á sér.... Æ, ég veit það ekki, ég verð að viðurkenna það, Pjetur.

Þorgrímur Gestsson, 15.2.2009 kl. 23:58

10 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég sendi í morgun inn svar við þessum pistli Kolbrúnar. Hún hefur oft fengið hárin á mér til að rísa í þessum pistlum sínum  en sjaldan einsog þarna. Svo er að sjá hvenær svarið birtist. Það er á svolítið öðru róli en þitt- sem er gott - það þarf að tækla sem flestar hliðar málsins.

María Kristjánsdóttir, 16.2.2009 kl. 16:12

11 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Takk, María. Ég hef svarað henni í blaðinu einu sinni eins og þú veist sjálfsagt og þar með gert mína skyldu í bili, gott að fleiri leggi inn orð. En gáðu að einu: hún er eftrirlæti Óla Steph, sem er argasta frjálshyggjuafturhald eins og menn vita - og tók þessa manneskju með sér af Blaðinu. Hugsa sér!

Þorgrímur Gestsson, 17.2.2009 kl. 00:22

12 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta er í senn frábært og yndislegt bréf hjá þér! Þú bendir Kolbrúnu svo sannarlega á veruleikafirringu hennar en það yndislega í bréfinu er að þú ert að tala fyrir hönd okkar hinna líka Ég get t.d. tekið undir hvert orð sem þú segir hér!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.2.2009 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband