Fagna vinstristjórn - en Austurvallarmótmælendur fylgjast vel með

Ég fagna myndun þessarar ríkisstjórnar, held að þetta hafi verið skásti kosturinn í stöðunni, eins konar biðleikur meðan verið er að bjarga því sem bjargað verður. Hins vegar líst mér ekki á aðfarir Framsóknar, sem hegðar sér nú eins og heilagur flokkur, sem hefur hvergi komið nærri því sem gerðist, setur skilyrði til hægri og vinstri (ég meina þetta ekki pólitískt!) og heldur að allir séu búnir að gleyma.

Eða er fólk byrjað að gleyma? Til þess benda niðurstöður síðustu skoðanakönnunar sem gefa vísbendingar um að Sjálfstæðisflokkurinn sé farinn að auka fylgi sitt á  ný - vegna þess að Geir sagði loksins af sér, sem hann hefði átt að gera fyrir þremur mánuðum? Einnig Samfylkingin, sem hefði átt að gera slíkt hið sama strax eftir hrunið, og Framsókn - fyrir að hafa farið í hundahreinsun? Vinstri græn er eini flokkurinn sem virðist vera að ganga til baka, í áttina til síns fyrra fylgis, núna þegar hann fær loksins tækifæri til þess að sýna hvað í honum býr (nú, eða þá ekki).

En hvað sem öllu líður vona ég - og býst raunar við - að við fáum að fylgjast betur en áður með því sem stjórnin gerir. En vita skal þessi nýja ríkisstjórn, að Austurvallarmótmælendur eru ekkert byrjaðir að fagna sigri, við fylgjumst vel með  því hvernig ríkisstjórnin stendur sig og það verður fljótlegt að seilast til pottanna og sleifanna ef okkur mislíkar eitthvað og kengur kemur aftur í lýðræðið.


mbl.is Skjaldborg slegið um heimilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband