Einkaskurðstofa í Keflavík?

Enn hefur ekkert verið upplýst um það hvernig skurðstofan í Keflavík er til komin. Var hún ekki sett upp fyrir fé úr Framkvæmdasjóði aldraðra fyrir fáum árum? Þar skilst mér að allt hafi gengið á afturfótunum síðan en á St. Jósefs hefur gengið vel, skurðstofuteymin ná góðum árangri. Við bætist að frést hefur af læknum á fundum í Keflavík og víðar um væntanlega einkaskurðstofu og sögusagnir eru um að flokksfélagarnir og vinirnir Árni Sigfússon og Guðlaugur Þór séu komnir vel á veg með að hleypa einkavinavæðingunni þar inn. Er ekki komið nóg af slíku? Einhvern tímann hefði ég haldið þessu fyrir mig en reynt að fá botn í málið og sagt svo frá því á viðeigandi stað.
mbl.is Guðlaugur kemur af fjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað kemur þetta þessari frétt við?

HN (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 14:22

2 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Þetta kemur Guðlaugi Þór við. Þetta er ráðherra sem heldur fast við einkavæðingaráform og slátrar miskunnarlaust þeim heilbrigðisstofnunum sem hafa verið hvað best reknar - aðeins til að útvega einkavinum sínum skurðstofu í Keflavík! Ég veit að þetta er ekki staðfest en ég bíð eftir því að eini óháðöi fréttamiðill landsins gangi úr skugga um sannleiksgildi þessa.

Þorgrímur Gestsson, 13.1.2009 kl. 14:29

3 identicon

Heyrði á fundinum í Hafnarfirði að skurðstofurnar í Keflavík séu fyrrverandi öldrunarstofur sem var breytt. Nú á að fara að breyta St.jó. Eitthvað kostar það. Hvaðan eiga þeir peningar að koma?

Spurning hvort að framlög St.jó eigi að setja stoðir undir einkavætt kerfi í Keflavík sem skila eigi fúlgum í milliliði eins og útlent fyrirtæki ,,í fremstu röð í heilbrigðisrekstri'' og svo viðkomandi ,,Íslenks Fjárfestis"

enginsérstakur (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 14:33

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þorri! Getur ekki verið að þetta hafi eitthvað með hugmyndir Sjálfstæðismanna um flugvöllinn í Reykjavík að gera. Helv....landbyggðarlýðurinn hefur hingað til talið helstu rök fyrir flugvelli í Vatnsmýri vera nálægðina við sjúkrahús og skurðstofur. Nú opnar Guðlaugur Þór með aðstoð Árna Sigfúsar nýja leið.: Skurðstofur í Keflavík. - Þar með eru engin rök fyrir flugvelli í Vatnsmýri lengur og Hanna Birna getur skipulagt byggingarlóðir þar. Að vísu er þetta svolítið 2007 en samt......Svo á Reykjavíkurborg ekki heldur landið í Vatnsmýrinni heldur ríkið.....Þetta er dauðadómur fyrir innanlandsflug.

Haraldur Bjarnason, 14.1.2009 kl. 21:12

5 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Þetta er ekki verri tilgáta en aðrar, Halli. En allt ber að sama brunni, þrátt fyrir allt sem á hefur gengið í haust, látlausar kröfur almenning um siðbót í samfélaginu, halda þeir áfram að rotta sig saman og taka ákvarðanir á bak við okkur - ekki lengur í reykfylltum bakherbergjum því reykingar eru bannaðar - heldur herbergjum sem eru fyllt af óeiginlegum reyk sem notaður er til þess að fela staðreyndir og ákvarðanatöku fyrir okkur - sem Norðmenn kalla å røyklegge sannheten

Þorgrímur Gestsson, 15.1.2009 kl. 12:12

6 identicon

Bara í framhaldi af því sem við vorum að ræða í gær er slóðin á síðuna lydveldisbyltingin.is

Sigga Magg (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband