Hið ísraelska apartheid

Samfylkingarfólk hamast nú hvert um annað þvert við að benda þeim sem vilja að Íslendingar slíti stjórnmálasambandi við Ísrael á að það myndi "dæma okkur úr leik hvað varðar aðkomu að tillögum til lausnar á alþjóðavettvangi og skaða möguleika okkar á að beita ísraelsk stjórnvöld áframhaldandi þrýstingi".

Hvaða orðagjálfur er þetta? Svona tala þeir sem þora ekki að taka afstöðu með þeim sem Ísraelsmenn hafa í 60 ár reynt að bola af landi sínu og haldið um áratugi í fangabúðum í eigin landi. Ísraelsmenn ætla sér ekki að hlusta á þetta marklausa þvaður, eitthvert diplómatískt kjaftæði, og hafa stuðning Bandaríkjamanna í því efni. Þeir ætla sér þetta land og auðvitað vita þeir að á meðan nokkur maður er enn á lífi þarna á Gaza reynir fólkið að verjast. Ísraelsmenn hafa sáð fræjum haturs í sex áratugi og gert þetta mál gjörsamlega óleysanlegt. Samt halda þeir áfram að kveina um að verið sé að ráðast á Ísrael, að þeir séu þolendur í þessu máli.

Og þeir halda áfram að myrða konur og börn, ganga nú hús úr húsi og skjóta heilu fjölskyldurnar. Tilgangurinn er að drepa allt kvikt og það mun takast þótt Ingibjörg Sólrún sendi utanríkisráðherra "sérstakta bréf" og um það sé getið í Jerusalem Post.

Eina ráðið er að umheimurinn meðhöndli Ísrael eins og Suður-Afríku. Þar var apartheid stefnan brotin á bak aftur með viðskipta-  og samskiptabanni, auk frelsisbaráttu blökkumannanna sjálfra - þá lagðist umheimurinn á sveif með þeim. Hér þarf ekkert minna því vitanlega er Ísrael apartheid-ríki því þar fær enginn borgararéttindi sem er ekki gyðingur. Enginn nýtur fullra mannréttinda nema gyðingar. Hvað er það annað en apartheid?

Nú fæ ég líklega Vilhjálm Örn Vilhjálmsson yfir mig! En það  verður þá svo að vera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband