Hverjir þurfa að fara í endurhæfingu?

Til þess að gæta allrar sanngirni vil ég leggja áherslu á að Jón Ásgeir er náttúrlega ekki einn sekur - og eins og hann skrifar í varnargrein sinni í Morgunblaðinu ber hann til að mynda ekki ábyrgð á Icesafe-reikningunum. Þarna koma margir aðrir glannar við sögu, sem fóru offari í ákefð sinni, drifnir áfram af gróðafíkn og græðgi, vildu meira og meira. En bankamennirnir sem stjórnuðu útlánunum bera ekki minni sök, mér láðist að nefna það í morgun. Og ráðamennirnir sem þverneituðu að nokkuð væri að þegar erlendir bankamenn spurðu forviða hvað þeir væru að hugsa, sögðu að þeir skildu bara ekki hinn íslenska hugsunarhátt - þeir gerðu það náttúrlega ekki! - og hver sagði aftur að þessi bandaríski hagfræðingur, sem lét í ljós undrun sína á síðasta ári yfir því að stjórnvöld gerðu ekkert, þyrfti líklega að fara í endurhæfingu?

Hverjir þurfa að fara í endurhæfingu núna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þorri. Getur verið að Davíð hafi einhversstaðar komið þarna nærri.

Haraldur Bjarnason, 30.12.2008 kl. 08:17

2 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Já, áreiðanlega - eða kom hann einmitt ekki nærri? Ég meina, kannski gerði hann það, hann segir það! Hann sagðist hafa vitað þetta og bent á það. En átti þá Ekki Seðlabankinn að gera eitthvað? Átti hann ekki að segja frá opinberlega? En þá rifjast upp að einhver sagði: Seðlabankastjóri getur ekki sagt svoleiðis, þá verður allt vitlaust! Þetta er náttúrlega allt ein hringavitleysa.

Þorgrímur Gestsson, 30.12.2008 kl. 09:50

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

 Henry Thor alias Skrípó segir allt sem segja þarf um grein Jóns Ásgeirs. Einni spurningu mætti þó bæta við hugleiðingar um Jón Ásgeir: Byggðu feðgarnir einir upp Bónusveldið? Unnu ekki einhverjir á skrifstofunum? Í verslunum?

María Kristjánsdóttir, 30.12.2008 kl. 10:50

4 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Skrípóið er gott! En hvenær er talað um starfsfólkið? Og hvar hefðu þeir verið staddir án okkar, viðskiptavinanna? Hefðurðu annars heyrt einhvern segja að hann einn eigi alla sökina, eins og hann ssegir í greininni?

Þorgrímur Gestsson, 30.12.2008 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband