Bankaleynd finnst ekki í lögum

Það er kannski óvarlegt af ólöglærðum manni að fullyrða nokkuð um þær fullyrðingar sem menn hafa uppi nú um stundir um bankaleynd. Fyrrum forsætisráðherra og núverandi seðlabankastjóri skýtur sér á bak við þetta hugtak til þess að komast hjá því að skýra orð sem hann viðhafði á opinberum vettvangi. En ég hef það eftir lögfróðri manneskju að ekkert sé til í íslenskum lögum sem heiti bankaleynd. Ég reyndi að sannreyna þetta í kvöld og leitaði í lagasafninu en fann ekkert um bankaleynd þar. Hins vegar eru til lög um persónuvernd. Þar er bankaleynd þó ekki nefnd en auðvitað er auðvelt fyrir hvaða lögfræðing sem er að heimfæra lög um persónuvernd á bankareikninga fólks. En þegar færslur fjármuna úr bönkum eða í þá setja heilt þjóðfélag á hausinn held ég að góður lögfræðingur hljóti að fara létt með að færa rök fyrir nauðsyn þess að opnaður sé aðgangur, í það minnsta rannsóknamanna, að viðkomandi bankareikningum - enda snýst þetta mál sosum ekki um einstaklinga heldur svonefnda "lögaðila".

En er annars ekki undarlegt hvað ráðamenn og æðstu embættismenn þjóðarinnar hafa orðið margsaga undanfarið?


mbl.is Ingibjörg: Aldrei talað um 0% líkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var hann ekki einmitt að gera lítið úr fólki sem skýtur sér á bak við bankaleyndina?

Daníel Fannar (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 23:20

2 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Já, bankaleyndina sem er ekki til sem sérstaklega skilgreint fyrirbæri! Hún er aðeins til í ríkjum sem gera út á feluleik með fé auðmanna í bönkum, eins og Sviss.

Þorgrímur Gestsson, 4.12.2008 kl. 23:23

3 Smámynd: corvus corax

Það er víst til bankaleynd ...þegar Ceaucescu Oddsson þarf á henni að halda. Sá skíthæll hefur sérstök lög fyrir sjálfan sig og þau gilda fyrir aðra líka þegar það hentar honum. Alveg eins og nafni hans í Rúmeníu hér á árum áður.

corvus corax, 4.12.2008 kl. 23:46

4 identicon

Sæll Þorgrímur.

Ég hef fulla trú á því að þegar rannsóknar nefndin sem nú er um rætt taki til starfa fái hún mjög víðtækar heimildi, þó má ekki gleyma að FME hefur einnig svigrúm og nýtir það án efa í dag við skoðun á gömlu bönkunum.

Þó má gagrýna að ekki hafi komið nægar né nógu afgerandi upplýsingar um rannsóknarnefndina sem frumvarp er um að stofna, frá stjórnvöldum.

Bankaleynd er að finna í lögum, t.d. 35. gr. l. nr. 36/2000 um Seðlabanka Íslands, en þar segir
,,Bankaráðsmenn, bankastjórar og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi." - http://www.althingi.is/lagas/nuna/2001036.html

Einnig er að finna svipaðar klausur í lögum um fjármálafyrirtæki og lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi t.d.

Daníel Fannar og corvus corax:
Þó svo Davíð geri lýtið úr bankaleyndinni ef þannig má marka orð hans af ræðu sem hann hélt á Viðskiptaþingi, þýðir það alls ekki að hann sé undanþeginn henni og geti sleppt því að bera hana við. Með því væri hann sjálfur að brjóta lög.

Páll Arnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 00:26

5 Smámynd: Sævar Finnbogason

En davíð efur bæði lagt til að bankaleynd verði aflétt, og marg sagst hafa látð vita af stöðunni en ekki hafi verið hlustað á hann og einnig að mynduð verði þjóðstjórn. Hvað er hann að reyna að segja okkur!

Hann er að segja okkur að þessi stjórn er ónýt, jafnvel þó sjálfstæðisflokkurinn sé í henni er hann að segja að stjórnin sé ónýt

Sævar Finnbogason, 5.12.2008 kl. 01:35

6 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Takk fyrir þetta, Páll Arnar - en "nema dómari úrskurði...." gerir að verkum að fara má með mál fyrir dómstóla og lyfta leyndinni af. Það er ekki bankaleynd eins og t.d. Svissarar skilja hana. Og Sævar: Já, er það ekki? Er þetta síðasta hjá Davíð ekki bein ábending um að ráðherrarnir hafi brugðist, eins og við höfum alltaf sagt sem mótmælum, en hvers vegna gerði hann sjálfur engar ráðstafanir? Sem seðlabankastjóri hefur hann áreiðanlega haft meðul til þess. Eða hvað.....?

Þorgrímur Gestsson, 5.12.2008 kl. 09:22

7 identicon

Sæll Þorgrímur,

já að sjálfsögðu er hægt að fá úrskurð dómara í þessum málum til að lyfta þagnarskyldunni. Þangað til það gerist er þetta samt ákveðin bankaleynd og þegar menn mæta á fundi hjá viðskiptanefndinni eru þeir bundnir henni.

Þetta er það sem átt er við þegar talað er um bankaleynd hér á landi.
Held að fæstir haldi að það sé verið að vísa e-ð í lönd eins og Sviss og Lúxemborg m.a. þar sem bankaleyndinn er með allt öðru sniði heldur en hérna heima.

Páll Arnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 14:52

8 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Sjálfsagt hefurðu rétt fyrir þér í þessu, þetta er spurning um skilgreiningu. En í öllu falli ætti að vera mögulegt að létta allri leynd af bankafærslum "þessara manna".

Bestu kveðjur

Þorgrímur Gestsson, 5.12.2008 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband