Lifa enn í klíkuheimum

Enn hafa sjálfstæðismenn ekkert lært. Flokkurinn hrynur niður allt í kringum þá en þeir halda áfram að tuða og nudda og naga, sárir og fúlir yfir að vera búnir að tapa völdunum, sem þeir geta ekki skilið með nokkru móti að geti verið í höndum annarra en þeirra sjálfra, þeir séu bornir til valda á landi hér. Svipað er að gerast í Grindavík, þar halda menn áfram í sömu klíku- fyrirgreiðslupólitíkinni. Fyrst framsóknarmaðurinn var ekki metinn hæfastur af umsækjendum og átti ekki að fá stöðuna sprengja þeir bæjarstjórnina - aftur! Viljum við þetta stjórnarfar áfram? Skilur  þetta fólk ekki hvers vegna uppreisn var gerð á Íslandi?
mbl.is Stefnir í næturfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Þakka pistilinn!

Þetta fólk er einstaklega skilningssljótt!

Hlédís, 14.4.2009 kl. 15:50

2 Smámynd: Halldór Halldórsson

"Svipað er að gerast í Grindavík, þar halda menn áfram í sömu klíku- fyrirgreiðslupólitíkinni. Fyrst framsóknarmaðurinn var ekki metinn hæfastur af umsækjendum og átti ekki að fá stöðuna sprengja þeir bæjarstjórnina - aftur!"

Hvað skyldi rithöfundurinn hafa verið að reykja í dag?  Ætli það sé unnt að snúa hlutum jafn mikið á haus og munnræpa hans varðandi ástandið í Grindavík gefur í skyn?  Það var nefnilega Samspillingarbæjarfulltrúinn sem var ekki metinn hæfastur, en ætlaði sér skólastjórastólinn samt sem áður.

Halldór Halldórsson, 14.4.2009 kl. 15:58

3 identicon

En hverju hefur uppreisnin skilað ?
Hvar er aðstoðinn við heimilinn sem sitjandi ríkisstjórn lofaði ?
Atvinnuleysi eykst og krónan veikist og hvað hefur verið gert ?


Þessi ríkisstjórn er jafn vanhæf ef ekki vanhæfari en fyrri ríkisstjórn.
Hún vill frekar eyða tíma í að ræða stjórnlagaþing en að bjarga heimilunum. Ég ætla mér ekki að taka afstöðu um stjórnskipulagaþing en ég veit þó það, að það er margt mikilvægara en það.
Mig er farið að gruna mjög sterklega að uppreisnin hafi verið skipulögð af VG því hún snarþagnaði um leið og VG komst til valda, lætin fyrir utan Seðlabankann var að mínu mati einungis sýndarmennska svo það myndi ekki skína eins vel í gegn hvernig væri í pottinn búinn.

Munurinn á öllum þessum stjórnmálaflokkum sem er á þingi er eins og munurinn á kúk og skít. 

Davíð (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 16:01

4 identicon

Íhaldið er samt við sig. Sértrúarsöfnuður, en ekki lýðræðislegur stjórnmálaflokkur. Nú hefur þjóðin fengið meira en nóg af klíkuskap, siðblindu og valdníðslu þeirra bláu! Björn Bjarnason hefur löngu nú bæst í hóp þeirra pólitísku nátttrölla, sem dagað hafa uppi í sölum Alþingis, blaðrandi um allt og ekkert, sjálfum sér og "Flokknum", til skammar og dauðadómáfellis, enda hrynur fylgið ótæpilega af þeim bláu. Mikið varð ég fyrir vonbrigðum með frammistöðu Bjarna Ben, nýs leiðtoga Bláu handarinnar, í fyrirspurnatíma þingsins í dag. Hélt að þar færi málefnalegur og rökvís leiðtogi. En því miður, svo var ekki. Hans framlag reyndist innihaldslaus hávaði. Hefði betur látið ógert að taka til máls, enda kvað Steingrímur J. hann í kútinn, eins og talað væri við framhleypinn krakka. Það er allt á sömu bókina lært hjá Blámönnunum þessa dagana!!

Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 16:05

5 identicon

KYNNIÐ ykkur málin.

það er hárrétt hjá xd að stoppa þetta mál.

nafnlaus (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 16:09

6 identicon

Hafiði lesið blessað frumvarpið sem þið virðist ólm vilja fá í gegn? Lang flestir umsagnaraðilar um frumvarpið eru á móti því. Þetta er fólk sem er kallað til af þeim sem lögðu frumvarpið fram. Þetta fólk hafnaði frumvarpinu en samt er það lagt fram og nú á að keyra það í gegnum þingið og ekkert kemst að á meðan. Það má ekki ræða um hvernig á að hjálpa heimilinum í landinu því þetta frumvarp skal fara í gegn. Svo hlýtur allt hugsandi fólk að setja spurningamerki við það hvers vegna stjórnarliðar telja sig hæfa um að breyta stjórnarskránni á sama tíma og þeir leggja til stjórnlagaþing sem á að sjá um þessa hluti í stað Alþingis. Þetta er bullandi mótsögn! Sama hversu mikið fólk er á móti Sjálfstæðisflokknum, eða bara hvaða flokki sem er, þá hljóta þau að sjá að það er eitthvað bogið við þetta.

Jeje (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 16:39

7 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Fyrirgefðu Halldór, ég sneri þessu við, en sama er á hvern veg klíkuskapurinn er. Það er samt alveg óhætt að gæta kurteisi í skrifum, ástæðulaust að vera með dónaskap þótt einhverjir láti í ljós skoðun sem þú ert ekki sammála. Éænti þess að gerir þú aftur athugasamedir við mitt blogg gerir þú það eins og siðuðum mönnum sæmir.

Þorgrímur Gestsson, 14.4.2009 kl. 16:52

8 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Til hinna nafnlausu: Ég fer vinsamlegast fram á að menn skrifi hér undir nafni. Annars má segja þetta um þeirra innlegg: Það væri löngu búið að afgreiða stjórnlagaþingsmálið ef Sjálfstæðisflokkurinn héldi ekki uppi málþófi. Og fyrir því hef ég fulla vissu að Vinstri græn komu ekki nálægt andófinu í vetur - öðruísi en að sumird þátttakenda eru náttúrlega í þeim flokki eða kjósa hann - heilt þingframboð kom svo fram úr þeim hópi!

Þorgrímur Gestsson, 14.4.2009 kl. 16:56

9 identicon

Jeje: Smá leiðbeinig: Lýðræði er það kallað þegar meirihluti ræður niðurstöðu mála við atkvæðagreiðslu. Á þessu höfum við byggt störf löggjafarþings okkar frá upphafi ( Sbr. kristintakan á Þingvöllum forðum). Nú ber svo við, að Sjálfstæðisflokkurinn er í minnihluta á Alþingi, eftir að hafa ráðið þar framvindu mála alltof lengi. Þá vilja þingmenn sama flokks snúa dæminu við, og að minnihlutinn, þeir sjálfir, ráði niðurstöðu mála!!! Þú veist að hægt er að panta "umsagnir" sem henta hverjum og einum. 'Álitsgjafar hafa nú lítið með þetta að gera. Þetta máluga bláa lið reynir að tefja störf þingsins, og stendur í vegi fyrir með málæði, að önnur velferðar mál séu tekin á dagskrá þingsins. Þingfólk Sjálfstæðisflokksins virðist óþreytandi í því að lítillækka flokkinn sinn, og verða sér stöðugt æ meira til skammar, með sandkassaleik í sölum Alþingis. Svo ætlast þetta lið til þess að við greiðum þeim atkvæði okkar á kjördag, þvílík bjartsýni!! Alþingi getur þess vegna starfað fram að kjördegi, ef með þarf, og fundað um nætur, svo þeir Bláu geti létt á tungu sinni í ræðustóli Alþingis. En það er slæmt hlutskipti að tala stöðugt, en hafa ekkert að segja. Árangurinn verður mældur á kjördag!

Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 17:10

10 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Takk fyrir þennan pistil, Stefán. Það er áreiðanlega nauðsynlegt að rifja þetta upp fyrir mörgum öðru hverju!

Þorgrímur Gestsson, 14.4.2009 kl. 17:25

11 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Nákvæmlega eins og ein ræðukonan sagði á laugardagsmótmælunum hér á Akureyri síðastliðið haust. Hún líkti afstöðu Sjálfstæðismanna til valdsins við þá reglu sem viðgengst í íþróttaheiminum varðandi það að þegar einhverjum hefur hlotnast sami verðlaunabikarinn þrisvar í röð þá hefur hann ánnið sér hann til eignar

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.4.2009 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband