Lögregla sýndi ögrandi framkomu, lögreglustjóri fer með rangt mál

Það hlaut að koma að þessu, hvort sem einhver "vildi" það eða ekki. Og þá fannst mér kasta tólfunum þegar forseti Alþingis sagði í öllum látunum á þá leið að þeir þyrftu ekki að hlusta á einhver mótmæli, þing og ríkisstjórn væri að "sinna sínum störfum". Betur að svo væri.

Ég var við Alþingishúsið frá því fyrir klukkan eitt og fram yfir fimm og get borið um að mótmælendur hegðuðu sér eins vel og hægt er að ætlast til við slíkar aðstæður. Ég sá raunar ekki upphaf þess að piparúða var beitt í fyrra sinnið, þegar flestir voru handteknir, en í seinna skiptið hafði ég góða yfirsýn yfir garðinn og sá ekki að neitt alvarlegt væri að gerast, mótmælendur höfðu krækt saman örmum og sneru bökum í lögguna. Má vera að einhver hafi stjakað við lögreglumanni, en skyndilega hófust margir úðabrúsar á loft og fólkið hrökk undan, inn í garðinn, og einhverjar stympingar urðu. Ég sat góða stund á bekk í garðinum og sá vel hvað gerðist og get borið um það að margir lögreglumannanna sýndu ögrandi og hrokafulla framkomu, hve lítið sem á þá var yrt. Aðrir reyndu að brosa og halda aftur af sér, þökk sé þeim.

Fátt af því sem Stefán lögreglustjóri sagði í Kastljósi í kvöld passar við mína upplifun, þar var öll framkoma lögreglu fegruð en frásagnir vitna, sem ég get staðfest sumar, voru dregnar í efa og gerðar tortryggilegar. Um þetta get ég vitnað hvenær sem er.


mbl.is „Fólk var að bíða eftir þessum degi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sammála þessari fullyrðingu. Piparúða á ekki að beita eins og vatnsúða. Í færslu frá mér fyrr í kvöld má sjá mynd af ungri konu sem fékk þennan viðbjóð í augun.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 20.1.2009 kl. 21:18

2 identicon

Auðvitað verður lögreglan að vinna sína vinnu hvort sem okkur líkar betur eða verr.   Ég vil að mótmælendur sýni varfærni svo enginn skaðist.  Samt eiga mótmælendur að halda sínu striki, með hávaða sem geri það að verkum að þingmenn fái engan frið.  Þið mótmælendur hafið verið mjög dugleg í dag.

Ég sendi ykkur baráttukveðju, ég get því ekki því miður verið með því eitt af heimshöfunum skilur á milli.

J.þ.A (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 21:24

3 Smámynd: Óskar Steinn Gestsson

Ég var einmitt þarna eftir að fyrsta piparúðanum var beitt og segi sama og þú að lögreglan var stöðugt að kýla, ýta og ögra eins og mögulegt var. Auðvitað eru langflestir lögreglumenn bara venjulegir menn í vinnuni og ég sá marga sem sýndu hreina manngæsku, voru ekki með neina stæla eða svoleiðis. Svo var annað sem maður sá mjög greinilega og ég er viss um að þú veittir þessu athygli líka, og það var að mótmælendur sem stóðu upp á vegg garðsins eða lítilega fyrir aftan þvöguna, voru þeir sem hentu snjáboltum og sumir grjóti og fyrir vikið, handtók löggan þá sem voru næst þeim.

Óskar Steinn Gestsson, 20.1.2009 kl. 21:29

4 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Ég er sammála því að það ríður á miklu að menn haldi ró sinni eins flestir hafa gert til þessa og gera ekkert sem getur verið túlkað sem ofbeldi - ég meina líkamlegt ofbeldi. Ég sá ýmsa kasta snjóboltum en enga steina sá ég fljúga. Ég held að þeir hafi ekki verið margir.

Þorgrímur Gestsson, 20.1.2009 kl. 22:04

5 identicon

Hvar fundu þeir snjó?  Geymdu þeir snjóbolta í frystinum? Er það þá ekki skipulagt ofbeldi? Þeir hljóta þá að hafa tekið þessi "vopn" með sér niður í bæ með það plan beinlínis að henda þeim í einhvern. Hmm....

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 22:28

6 identicon

Vá þið talið eins og 14 ára unglingar á mótþróaskeiði.  Ef mótmælendur haga sér eins og fólk þá eru þau ekki lamin með kylfum.

whut (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 23:17

7 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Jú, það er einmitt það sem gerðist. Lögreglan stympaðist, það var stympast á móti, loks misstu einhverjar löggur þolinmæðina og úðuðu beint framan í suma, tóku skíðagleraugu af sumum og úðuðu. - Það var snjór í garðinum, nægur fyrir nokkra snjóbolta.

Þorgrímur Gestsson, 21.1.2009 kl. 00:21

8 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

14 ára unglingar á mótþróaskeiði....

Já sæll bara

Ef þessi ríkisstjórn sýndi þann þroska að geta náð því að vera á sama stigi og 14 ára unglingar þá væru engin mótmæli.

Þetta er bara smábarnaklíka í sandkassaleik þarna á þessu blessaða Alþingi, Svo gott er það nú bara.

Burt með þetta hyski úr Alþingishúsinu.

Íslenskt já takk

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 21.1.2009 kl. 00:23

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Nákvæmlega Ólafur!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.1.2009 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband